Þvílík öfugmæli!

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins kennir stjórnarandstöðunni um klúðrið í eigin flokki.  Furðulegt upphlaup flokksins í kringum flokksþing og hótanir um stjórnarslit dugðu skammt, Sjálfstæðisflokkurinn hefur snúið málinu á sinn hátt og skilur Framsókn eftir með skömmina eina í fanginu.

Skyldi Siv segja af sér?

Það kom á daginn að frumvarp formanna stjórnarflokkanna var stórgallað, og það voru ekki bara þingmenn stjórnarandstöðunnar sem bentu á það.  Fjölmargir fræðimenn á sviði lögfræði komu á fund þingnefndarinnar og sögðu nákvæmlega það sama, ákvæðið væri óskýrt og gæti allt eins fest fiskveiðiheimildir sem einkaeignarrétt viðkomandi aðila til langframa.  Og til þess var nú leikurinn ekki gerður.

Ekki verður sagt að Jón Sigurðsson sé mikill bógur að viðurkenna ekki vanmátt Framsóknar í þessu máli og að yfirlýsingar ýmissa forystumanna voru bersýnilega liður í leikfléttu flokksins sem ekki gekk upp.  En voru tilbúnir til að gera stjórnarskrána að leiksoppi.  Það eru hin einu sönnu svik í þessu máli.


mbl.is Jón Sigurðsson: Stjórnarandstaðan gekk á bak orða sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband