Eins og við var að búast frá AGS

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans í dag, um 50%, var augljóslega ein af kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).  Ríkisstjórnin, sem sagði að engin skilyrði fylgdu láni sjóðsins sem við myndum ekki þurfa að grípa til hvort eð væri, bendir til að ríkisstjórnin hafi annað hvort ekki vitað hvað var í pípunum, eða að hún hafi sjálf talið nauðsynlegt að stórhækka stýrivexti.

Þessi skilyrði sjóðsins koma þó ekki á óvart.  Það er nákvæmlega svona sem hann hefur starfað víða um lönd og skilið eftir sig sviðna jörð.

Meginrökin eru þau að það þurfi að slá á verðbólguna og það hratt.  Og í annan stað að koma í veg fyrir fjármagnsflutninga úr landi.  Afleiðingarnar verða fjöldaatvinnuleysi, gjaldþrot heimila og fyrirtækja.  Það er það sem fylgir í pakka AGS.  Mér finnst ótrúlegt að íslenskir jafnaðarmenn, og jafnvel forystumaður í Alþýðusambandinu, tali með svo mikilli mærð um aðkomu þessa sjóðs að efnahagsmálum Íslendinga.  Getur verið að það sé markmið þessara aðila að við þurfum að horfa hér upp á geigvænlegt atvinnuleysi og landflótta?  Eða er það markmiðið um ESB-aðild sem ræður för?  Helgar tilgangurinn meðalið?  Því verður vart trúað.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband