Friðlýsing Íslands á dagskrá

Á fundi Alþingis föstudaginn 6. mars er á dagskrá tillaga mín og 10 annarra þingmanna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki um friðlýsingu Íslands og bann við umferð kjarnorkuknúinna faratækja.  Þetta mál hefur margoft verið flutt áður en nú er það loksins komið á dagskrá Alþingis.

Skemmst er að minnas atburðar sunnar í Atlantshafi nú nýverið þegar tveir kjarnorkukafbátar, breskur og franskur, rákust saman.  Ekki þarf að spyrja að leikslokum ef geislavirk efni hefðu lekið út úr bátunum.  Fyrir okkur Íslendinga, sem erum svo háðir sjávarauðlindunum, yrði það einfaldlega hræðilegt slys með skelfilegum afleiðingum ef kjarnorkuknúin farartæki á ferð um íslenskt yfirráðasvæði yrði fyrir óhappi.

Þess vegna eru það brýnir hagsmunir okkar að landið verði friðlýst og umferð kjarnorkuknúinna farartækja um íslenska loft- og landhelgi og efnahagslögsögu verði bönnuð og leitað verði alþjóðlegrar viðurkenningar á slíkri friðlýsingu.  Fyrir liggur að þingmenn úr 4 af 5 þingflokkum standa að málinu og nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er ekki lengur í aðstöðu til að stöðva þau mál sem honum hugnast ekki í krafti stjórnarsetu sinnar, eygjum við von um að Alþingi taki nú af skarið og samþykki þetta mikla hagmunamál okkar. 

Frumvarpið má lesa hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Þetta eru frábærar fréttir. Ég bjóst ekki við að þetta kæmist inn í þingsali, en núna birtir yfir og stór áfangasigur framundan í þessari ótrúlega mikilvæga málaflokki, sem á að standa okkur Íslendingum nærri hjarta. 

Takk og gangi ykkur allt í haginn.  BB

Baldur Gautur Baldursson, 7.3.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband