Þakka góðan stuðning

Forvali Vinstri grænna í Reykjavík er lokið.  Það eru sterkir framboðslistar sem koma út úr forvalinu, Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG og menntamálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi fá yfirburða kosningu í 1. sæti á sitt hvorum Reykjavíkurlistanum.  Þær eru glæsilegir fulltrúar og forystukonur sem við vinstri græn erum stolt af.

Í forvalinu stefndi ég að 2. sæti á öðrum hvorum listanum.  Það gekk eftir og er ég þakklátur öllum þeim sem lögðu mér lið.  Lilja Mósesdóttir hagfræðingur fékk örugga kosninga í hitt 2. sætið og kemur sterk til leiks í stjórnmálum.  Álfheiður Ingadóttir alþingismaður og Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra skipa sæti 3 á listunum tveimur.  Þessi sæti verða baráttusætin hjá okkur vinstri grænum í Reykjavík og það er sannarlega traustvekjandi að þessar öflugu stjórnmálakonur skipi þau.

Í sætum 4 og 5 eru annars vegar tvær ungar konur sem hafa starfað ötullega fyrir ungliðahreyfingu Vinstri grænna, þær Auður Lilja Erlingsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir og hins vegar tveir nýliðar í hreyfingunni, Ari Matthíasson og Davíð Stefánsson.

Með góðri blöndu af fólki sem hefur víðtæka reynslu af stjórnmálastörfum og hinum sem koma nýir til leiks mun VG mæta í kosningabaráttuna með öfluga sveit sem er reiðubúin að vinna landi og þjóð af öllu afli.  Ég býð Lilju, Ara og Davíð velkomin til liðs við Vinstri græn og óska okkur öllum hjartanlega til hamingju með góða útkomu og sterka framboðslista.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þetta er ekki rétt hjá þér. Baráttusætið verður 4ða sætið á báðum listunum.

Sigurður Sveinsson, 8.3.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Ennþá betra.

Árni Þór Sigurðsson, 8.3.2009 kl. 13:54

3 identicon

Til hamingju Árni Þór.

Er sammála Sigurði - við stefnum að sjálfsögðu á a.m.k. 4 sæti í hvoru kjördæmi, og sammála þér með rest. Þetta er svakalega flottur hópur sem kemur til með að vinna samfélaginu mikið gang. Það er á hreinu!

Bestu,

Sóley

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband