Baráttudagur kvenna

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.  Ég óska öllum konum hjartanlega til hamingju með daginn sem er helgaður baráttunni fyrir kvenfrelsi og kynjajöfnuði.

Það er sérlega vel við hæfi að einmitt í nótt, voru kynnt úrslit í forvali Vinstri grænna í Reykjavík vegna Alþingiskosninganna í vor.  Tvær öflugar konur, þær Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi, hlutu afgerandi kosningu og munu leiða hvor sinn listann í Reykjavík.

Þeim og öllum öðrum konum óska ég til hamingju og vonandi mun hlutur kvenna aukast í komandi þingkosningum svo raunverulegu jafnrétti verði náð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband