Góður kjördagur

Fjölmenni í kosningakaffi Vinstri grænnaKjörsókn í þingkosningunum í dag virðist ætla að verða heldur meiri en í síðustu kosningum.  Það er ánægjulegt hve kjórsókn er almennt góð hér á landi og er til marks um virkt lýðræði.

Eftir að hafa farið í sund í morgun og kosíð í Hagaskóla á ellefta tímanum, fór ég í kosningamiðstöð Vinstri grænna í Tryggvagötunni og var þar lengi fram eftir degi.  Nokkur þúsund manns lagði leið sína þangað og man ég ekki eftir því að svo margir hafi komið til okkar í VG í kaffi á kjördag.  Stemningin var frábær.  Það er góður andi í okkar liði og við erum bjartsýn á góðan stuðning landsmanna í kosningunum í dag.

Gleðilegan kjördag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband