Norræn samvinna í utanríkis- og öryggismálum

Thorvald StoltenbergÍ næstu viku kemur hingað til lands Thorvald Stoltenberg, fyrrv. utanríkisráðherra Noregs, til að fjalla um norræna samvinnu á sviði utanríkis- og öryggismála.  Stoltenberg er þrautreyndur stjórnmálamaður og diplómat og var um langt skeið í forystusveit norska Verkamannaflokksins.  Hann hefur að undanförnu unnið á vegum utanríkisráðherra Norðurlandanna að skýrslu og tillögum um aukna samvinnu Norðurlandanna.

Stoltenberg kynnti norrænu utanríkisráðherrunum skýrslu sína í febrúar sl. og fékk hún umfjöllun, m.a. á vettvangi utanríkismálanefndar Alþingis.  Hefur tillögum hans yfirleitt verið vel tekið þótt einstaka tillögur eigi varla við hér á landi.  Að mínu mati felst í tillögunum viðleitni til að taka utanríkis- og öryggismálin nýjum tökum, auka norræna samvinnu á því sviði og víkka sjónarhornið á öryggismál.  Það er mjög jákvætt og í anda þess málflutnings sem vinstri menn og friðarsinnar hafa lengi haldið á lofti.  Það felast því mörg tækifæri í þeirri nýju sýn sem Stoltenberg fjallar um.

Fyrirlestur Stoltenbergs verður í Háskóla Íslands nk. miðvikudag (27. maí) kl. 12.15.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband