Fćrsluflokkur: Ferđalög

Bjartar nćtur í Feneyjum norđursins

Pétursborg er iđulega nefnd „Feneyjar norđursins.“  Nafngift sem full innistćđa er fyrir.  Sjálfir segja borgarbúar ađ borgin sé nyrsta bVetrarhöllinorg í heimi, enda kalla ţeir ekki bćjarfélög međ innan viđ eina milljón íbúa „borg“.  Svo sem hćgt ađ skilja ţ hvađ Reykjavík varđar, en hvers eiga Helsinki, Stokkhólmur og Osló ađ gjalda?  En allt um ţađ.

Međ ánni Névu, ţverám hennar og síkjum er Pétursborg í hópi „vatnaborga“ sem hafa sérstakt ađdráttarafl.  Hér spilla ekki fyrir björtu sumarnćturnar (Bélyje notsjí – Белые ночи) sem hiklaust vega upp hinn langa vetur og dimma, rétt eins og í henni Reykjavík.  Nú er reyndar daginn fariđ ađ stytta en engu ađ síđur er hér bjart langt fram á kvöld og líflegt í borginni eins og vćnta má.

Ţađ eru liđin 23 árIsaak-dómkirkjan síđan ég kom fyrst til borgarinnar og síđast kom ég hingađ áriđ 2001 (í kringum 11. september).  Ţótt miđborgin sé vissulega enn á sínum stađ međ sínum fögru byggingum, torgum og görđum, hefur gríđarlega margt breyst.  Ţróunin hér í Rússlandi hefur veriđ hröđ í átt til ţess sem gengur og gerist í vestur Evrópu.  Bćđi hiđ jákvćđa og neikvćđa.  Endurbćtur á byggingum og nýbyggingar eru áberandi og víđa hefur tekist afar vel til en hér eru líka uppi mikil áform um skýjakljúfabyggđ, einkum á Vasilíj-eyjunni (fyrir stađkunnuga) sem eru vćgast sagt umdeild međal borgarbúa.  Á međan sumum finnst skýjakljúfahverfi tilheyra stórborg eins og Pétursborg, eru ađrir sem segja ađ slíkar byggingar muni eyđileggja ásýnd borgarinnar og yfirbragđ.  Skipulagsvinna er ţó í fullum gangi og vćntanlega verđur ekki skortur á fjárfestum ţegar ţar ađ kemur.

Umferđin hefur tekiđ stakkaskiptum.  Međan Sovétríkin voru enn og hétu var ekki mikiđ um einkabíla á götum borgarinnar.  Nú er allt međ öđrum brag.  Borgarumferđin er ţung liđlangan daginn en samt er hér gott og öflugt almenningssamgöngukerfi ţar sem jarđlestirnar eru ţungamiđjan.  Hér er dýpsta neđanjarđarlestarkerfi í heimi, ađ sögn, enda ţarf ţađ ađ liggja undir öllu vatnakerfinu hér, liggur undir ám og vötnum og tengir saman eyjar og hólma.

Í nýlegri skýrslu um verđlag í borgum heims kom í ljós ađ Moskva er nú dýrasta borg í heimi.  Ţótt verđlag í Pétursborg sé talsvert lćgra en í höfuđborginni, veitir „höfuđborg norđursins“ systur sinni í suđaustri harđa samkeppni og er allt verđlag hér á hrađri siglingu í átt ađ ţví sem gerist í Moskvu.  Og ţađ er ekki ađ ófyrirsynju ađ talađ er um „höfuđborg norđursins.“  Ekki bara vegna ţess ađ Pétursborg er nćst stćrsta borg Rússland, međ liđlega 5 milljónir íbúa, heldur hafa stjórnvöld í Kreml einnig ákveđiđ ađ flytja ýmsa opinbera starfsemi hingađ.  Til dćmis hefur stjórnlagadómstóll landsins ţegar veriđ fluttur frá Moskvu til Pétursborgar og fyrirhugađ er ađ opna hér skrifstofur bćđi forsetaembćttisins og embćttis forsćtisráđherra.  Ţeir Médvédev forseti og Pútín forsćtisráđherra eru rauna vopnabrćđur úr pólitísku starfi tíunda áratugarins hér í Pétursborg og voru báđir handgengnir Sobtsjak sem var kosinn borgarstjóri hér í kjölfar falls Sovétríkjanna.

Ţađ er hiklaust hćgt ađ mćla međ heimsókn til Pétursborgar.  Hér er gríđarlega margt ađ sjá, mikil saga og menning sem hér tengist og héđan er ekki langt til Novgorod, hins forna höfuđstađar Garđaríkis sem í handritum var kallađur Hólmgarđur.  Ţangađ er ferđ minni heitiđ á morgun og verđur vonandi eftirminnilegt.


Björk og Sigurrós - Púshkín og Akhmatova

Björk og Sigurrós eru sannarlega góđ vörumerki ef svo má ađ orđi komast fyrir Ísland.  Einnig hér í Rússlandi.  Ţađ er engu líkara en ţađ sé fátt annađ sem tengist Íslandi í hugum fólks víđa um heim en einmitt ţessir ágćtu listamenn.  Viđ getum veriđ stolt af ţeim, og eigum ađ hafa hugfast hvađ ţađ er okkur ţýđingarmikiđ ađ listafólk beri hróđur landsins víđa um lönd.

Hér í Rússlandi eru ţessir listamenn vel ţekktir.  Og á auglýsingaspjöldum víđa um Pétursborg má sjá vćntanlega tónleika Sigurrósa auglýsta, en ţeir verđa 26. ágúst nk.  Ţeir verđa áreiđanlega vel sóttir miđađ viđ ţá kynningu og auglýsingu sem mađur verđur var viđ og ţá almennu jákvćđni sem mađur finnur í garđ hljómsveitarinnar međal yngra fólks.

 Ţađ er ekki ofsagt ađ arfleifđ rússneska bókmennta geymi margar helstu perlur heimsbókmenntanna.  Einmitt hér í Pétursborg eru líka heimkynni og sögusviđ margra ţekktra rithöfunda, skálda og bókmenntaverka.  Dostoévskíj er vafalaust ţekktastur rússneskra höfunda á Vesturlöndum, ásamt Tolstoj og Tsjekhov og ađ vissu leyti Túrgénév.  En margir ađrir eru ekki síđur ţekktir međal Rússa sjálfra.  Höfuđskáld Rússa er tvímćlalaust Aleksandr Púshkín (1799-1837) sem féll fyrir byssukúlu í hólmgöngu viđ ungan „spjátrung“, d‘Anthes sem gerđi hosur sínar grćnar fyrir eiginkonu Púshkíns og sem síđan endađi á svo dramatískan hátt.  Yfirstéttin, ţmt. keisaraslektiđ allt, hafđi samúđ međ d‘Anthes en ţúsundir almennra borgara komu til ađ votta Púshkín virđingu sína.

Meginverk Púshkíns er tvímćlalaust Évgéníj Onégín, skáldsaga í bundnu máli (Púshkín-sonnetta) sem hann vann ađ í amk. 8 ár.  Sagan fjallar auđvitađ um ást og afneitun, heitar tilfinningar, vináttu og fjandskap, heift og hefnigirni.  Og eins grátbroslegt og ţađ nú er, lendir söguhetjan Onégín í hólmgöngu viđ vin sinn Lénskíj.  Tatjana, sem er ástfangin af Onégín en hann sniđgengur, á síđan eftir ađ ná fram hefndum á áhrifaríkan hátt.  Ég fór í síđustu viku og skođađi minningarsafn um Púshkín, sem er í íbúđinni ţar sem hann bjó síđast.  Áhugavert safn og leiđsögumađurinn sagđi sögu Púshkíns, samband hans viđ konuna sína, lífiđ međal yfirstéttarinnar í Pétursborg á fyrrihluta 19. aldar, og um hólmgönguna, af mikilli innlifun.  En margt mćtti ţó gera betur ađ mínu mati í ţví ágćta safni eins og ýmsum öđrum.

Dostoévskíjsafn er líka til húsa í fyrrum heimili rithöfundarins.  Ţađ er lítiđ, enda bjó Dostoévskíj ekki viđ mikil efni, og ţar er ađeins hćgt ađ líta brot af sögu ţessa mikla og merka rithöfundar.  Mćtti sannarlega gera bragarbót ţar á.  Ţađ er líka áhugavert ađ ganga um söguslóđir Dostoévskíjs og sögupersóna hans, ekki síst á slóđir Rodja Raskolnikovs, úr Glćpi og refsingu.  Ég hef reyndar gert ţađ áđur, m.a. í góđum hópi Íslendinga áriđ 2001, en nú hefur mér gefist fćri á ađ fara enn betur og ítarlegar á ţessar slóđir og í raun lifa söguna upp á nýtt, á vettvangi ef svo má segja.

Af öđrum rithöfundum sem störfuđu hér í Pétursborg má nefna Nikolaj Gogol (1809-1852), sem reyndar var fćddur í Úkraínu, en varđ ekki síst ţekktur fyrir Pétursborgarsögur sínar, sem komiđ hafa út í íslenskri ţýđingu.  Í ţeirra hópi eru Nefiđ, Kápan, Sagan af tveimur Ívönum, Myndin o.fl.  Oftast er ţó litiđ á Dauđar sálir sem meginverk Gogols, en smásögur hans og leikritiđ Eftirlitsmađur (Revizor) eru í mínum huga ódauđlegt framlag til rússneskra bókmennta.  Ţá er líka ađ nefna skáldkonuna Önnu Akhmatovu (1889-1966).  Akhmatova var ein af burđarásunum í rússneskri ljóđagerđ á árunum fyrir og eftir byltingu 1917 og er ţar í hópi međ Aleksandr Blok, Sergej Ésénín, Vladimír Majakovskíj, Osíp Mandelshtam, Borís Pasternak og fyrsta eiginmanni sínum, Nikolaj Gúmiljov.  Ţetta var „silfuröldin“ í rússneskum skáldskap.  Fáein ljóđa hennar eru til í íslenskri ţýđingu en ţađ vćri fengur af frekari ţýđingum á verkum hennar og félaga hennar frá ţessum árum.  Akhmatova var ekki í náđinni hjá sovéskum stjórnvöldum, og ţađ var ekki fyrr en áriđ 1989, ţegar 100 ár voru liđin frá fćđingu hennar, ađ eitt hennar helstu ljóđa, Sálumessa (Rekviem), var endanlega birt í Sovétríkjunum.  En sem sagt, ţessi kafli um Akhmatovu kom til af ţví ađ ég fór og skođađi minngarsafn um hana, og um ţađ má segja eins og um hin ađ ţar er margt ógert.  Einkum ţarf ađ setja upp betri kynningu á lífi og verki höfundanna og svo skortir alla almennilega sölumennsku, ţ.e. ađ hćgt sé ađ nálgast verk höfundanna á söfnunum, bćđi á rússnesku og í erlendum ţýđingum sem getur höfđađ til alls ţess fjölda ferđamanna sem hingađ koma.

Lćt ţennan listalega pistil nćgja í bili.....


Jákvćtt tákn Sólrúnar – en Geir snuprar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráđherra hefur ákveđiđ ađ kalla heim eina íslenska starfsmanninn í Írak.  Segja má ađ um sé ađ rćđa eina áţreifanlega tákniđ um ađild Íslands ađ Íraksstríđinu og stuđning stjórnvalda viđ ţađ.  Ţótt ţetta framlag sé lítiđ er ţađ engu ađ síđur táknrćnt og ađ sama skapi er ákvörđun utanríkisráđherra táknrćn.  Hún er engu ađ síđur jákvćđ og ber ađ fagna henni og ljóst ađ allir ţeir sem voru andvígir ákvörđun hinnar vígfúsu ríkisstjórnar formanna Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks, hljóta ađ styđja ţessa ákvörđun Ingibjargar Sólrúnar.

 

Á sama tíma gerist ţađ ađ forsćtisráđherra og formađur Sjálfstćđisflokksins lýsir yfir ţví ađ hann hefđi ekki tekiđ ţessa ákvörđun og hann styđji hana ekki.  Međ ţví gerir hann tvennt.  Hann snuprar utanríkisráđherra sinn og formann hins stjórnarflokksins, sem hlýtur ađ taka til varna og mótmćla, en um leiđ ítrekar hann (alla vega međ táknrćnum hćtti) stuđning Sjálfstćđisflokksins viđ stríđsreksturinn í Írak.  Ţađ er ef til vill ekki hvađ síst alvarlegt og ámćlisvert.

 

Viđ í Vinstri grćnum lýstum ţeirri skođun strax í vor viđ myndun núverandi ríkisstjórnar, ađ ţađ ylli verulegum vonbrigđum ađ ný ríkisstjórn, međ ţátttöku Samfylkingarinnar, skyldi ekki lýsa afdráttarlaust yfir ţví ađ Ísland teldi stríđsreksturinn í Írak rangan og ólögmćtan og ađ Ísland vćri ekki lengur í hópi hinna vígfúsu ţjóđa, sem svo hafa veriđ kallađar.  Í stjórnarsáttmálanum er stríđiđ og afleiđingar ţess einungis harmađar og stjórnvöld hafa engan afsökun boriđ fram á stuđningi sínum.

En nú bítur forsćtisráđherra höfuđiđ af skömminni međ ţví í reynd ađ lýsa ţví ađ hann hefđi kosiđ áframhaldandi beina ţátttöku Íslands í Íraksstríđinu, jafnvel ţótt hún vćri ađeins táknrćn.  Er hann nú ţegar horfinn frá „harminum“ sem kveđiđ er á um í stjórnarsáttmálanum?  Og mun Samfylkingin una ţví?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband