Varúð!!! - Framsókn vill áfram sömu ríkisstjórn!

Þá vitum við það.  Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að hún telji farsælast fyrir íslenska þjóð að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram saman í ríkisstjórn eftir kosningar í vor.

Þetta er mikilvæg yfirlýsing því hún tekur af skarið um hvað í vændum er, fái stjórnarflokkarnir tilskilinn meirihluta á Alþingi í kosningunum 12. maí nk.  Þrátt fyrir óstjórnina í efnahagsmálum, gegndarlausan viðskiptahalla, óhagstæða gengisþróun, himinháa vexti, skattaívilnanir til hátekjufólks en aukna skattbyrði lágtekjufólks, vaxandi misskiptingu í þjóðfélaginu, náttúruspjöll og umhverfissóðaskap, þjónkun og undirlægjuhátt við bandarískt hernaðarbrölt - þrátt fyrir allt þetta og margt fleira sem núverandi stjórnarflokkar skilja eftir sig, vill Framsóknarflokkurinn halda áfram á sömu vegferð.  Stóra spurningin er hvort þjóðin er sama sinnis.

Lykillinn að því að skipta ríkisstjórninni út af er að stjórnarandstaðan fái nægilegan styrk til að geta myndað nýja ríkisstjórn.  Margt bendir til þess að útkoma Vinstri grænna geti gert þar gæfumuninn.  Eins og sakir standa sýna allar kannanir að VG er á blússandi siglingu og hefur góðan byr.  Vonandi nægir það til að fella núverandi ríkisstjórn.  Landsstjórnin þarf virkilega á því að halda að ferskir vindar fái að blása þar um sali.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Bíddu nú við Árni! Er þetta "Varúð?" - Ekki málefnaleg umræða hjá þér, því miður. Það er nú reyndar mikið til í því sem  Valgerður er að segja. Það er eina umræðan hjá ykkur í VG "að fella" ríkisstjórnina. Ekki góð umræða... Vona þið farið að horfa bjartari á Framsókn.

Sveinn Hjörtur , 9.2.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll Sveinn Hjörtur.

Það er alls ekki rétt hjá þér að eina umræðan hjá okkur sé að fella ríkisstjórnina, en það er engu að síður mikilvægt.  Ég bendi á óstjórnina í efnahagsmálum, þjónkunina við hernaðarstefnu Bandaríkjanna, misskiptinguna í samfélaginu o.m.fl.  Þeir sem eru sammála þessari stefnu geta kosið stjórnarflokkana áfram en við berjumst fyrir betri stjórn - og það er mjööög málefnalegt!

Árni Þór Sigurðsson, 9.2.2007 kl. 23:19

3 identicon

Ekki eru nú allir hundar húsbónda sínum til framdráttar, ekki síst ef þeir eru sígjammandi. Er nú víst að Sjálfstæðismenn muni vilja óbreitt ástand. Sambúðin við Framsókn er orðin þeim fjötur um fót og hreinlega til skammar eins og t.d. í borgarstjórninni. En hundlausir geta og vilja Sjálfstæðismenn ekki vera, en munu eflaust vilja skipta út sínum gamla fjárhundi fyrir sprækari hvolp ef stjórnarandstöðunni tekst ekki að ná til sín meirihluta og þar með senda bæði húsbónda og hund í frí.

leibbi (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 02:04

4 identicon

Í hvaða landi býr þú? ég held þú ættir bara að yfirgefa skerið ef þú upplyfir þetta svona slæmt.  Ég myndi hvergi annarsstaðar vilja búa, ég hef farið víða og var með þá hugmynd að prófa að búa einnhversstaðar annarstaðar en rak mig alltaf á það að hér er langbest að búa. 

ég myndi ekki vilja taka þá áhættu að skipta sjálfstæðisflokknum út og taka þá áhættu að klúðra því sem hefur áunnist og hvaða flokkur ætti að geta haldið áfram?? ja ekki sé hann eins og er því stefnur annara flokka eru sundraðar og myndi ríða þessari hagsæld að fullu.  Ýmindaðu þér að ef vg hefði verið við völd síðustu 8 ár hvernig heldirðu að landið liti þá út? við hér fyrir austan værum en að draga dauðan úr skel og kæmumst ekki lönd né strönd með verðlausar eignir sem er sko ekki reyndin í dag guði sé lof.

Óskar (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband