Aðild að ESB þjónar ekki hagsmunum Íslendinga

Evrópunefnd, sem skipuð er fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna, kynnti skýrslu sína í dag.  Þar kemur margt fróðlegt fram og er skýrslan ítarleg og þar er að finna margvíslegar upplýsingar um allt er varðar tengsl Íslands við Evrópusambandið og aðild okkar að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið.

Eins og við er að búast, eru skoðanir flokkana mismunandi varðandi hugsanlega aðild að Evrópusambandinu.  Það hefur vakið athygli sumra að fulltrúar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks skila að hluta til sameiginlegu áliti, en það byggir þó í raun á afstöðu þessara tveggja flokka sem er löngu kunn og þarf því ekki að koma neinum á óvart.  Enda þótt niðurstaða fulltrúa þessara flokka sé sameiginleg dylst engum að nálgun þeirra er ólík.  Af hálfu Vinstri grænna hafa Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins, og Ragnar Arnalds, fyrrv. ráðherra og þingmaður, tekið þátt í nefndarstarfinu og þau skila eftirfarandi séráliti: 

Sérálit Katrínar Jakobsdóttur og Ragnars Arnalds, fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs:

Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs leggja áherslu á að hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja séu í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans en miðstýring og skrifræði samfara skorti á lýðræði einkenni stofnanir þess um of. Þótt EES-samningurinn sé langt í frá gallalaus og byggist um of á forræði ESB teljum við reginmun á því fyrir Íslendinga að byggja samskipti sín við ESB á EES-samningnum fremur en með inngöngu í  Evrópusambandið með þeim stórfelldu ókostum sem ESB-aðild fylgja eins og fyrr er rakið. Á komandi árum gæti það þjónað hagsmunum Íslands betur en ESB-aðild að þróa EES samninginn í átt til einfaldari tvíhliða ramma um viðskipti og samvinnu.

Skýrslu Evrópunefndarinnar má nálgast hér.


mbl.is Ragnar Arnalds: Hugmyndir um yfirráð Íslendinga ótryggar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband