Eigum við að hætta í fótbolta?

Þessi leikur gegn Svíum var náttúrulega ekki góður og kemur í kjölfar dapurlegrar frammistöðu gegn Liechtenstein.

En við bjuggumst nú kannski ekki beint við að bera sigur úr býtum í leiknum í kvöld.  Hins vegar hefði sigur um helgina verið kærkominn.  Spurningin er hvort við eigum að vera að basla þetta, það er bersýnilega mikill skortur á góðum fótboltamönnum, þjálfarinn (alveg sama hvað hann heitir) hefur líklega ekki úr svo miklu að moða.

Eins og það er mikil skemmtun að horfa á góðan fótboltaleik, er það sárgremjulegt að fylgjast með íslenska liðinu tapa svona illa eins og í kvöld.


mbl.is Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Ónei félagi Árni Þór!

Við hættum þessu ekki - með svona mikið af góðum fótboltaköllum!

Þetta er bara eins og hjá Framsókn - allt uppávið eftir þetta :)

 Hef ekki sett athugasemd inn hjá þér lengi - en til hamingju með nýja starfið! Er búinn að vita það í 25 ár að þú myndar amk. lenda á Alþingi!

Hallur Magnússon, 6.6.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Já, manntaflið hentar okkur betur. Einbeitum okkur að því. 

Júlíus Valsson, 7.6.2007 kl. 12:34

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Skiptir þetta nokkru máli hver vinnur í fótboltaleik?

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.6.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

 

He, he, he....

já þetta var mikill skellur! Liðið var svo slappt að það hélt hvorki vindi né vatni ef marka má hláturrokurnar sem ég fékk í vinnunni.

Svo kemur alltaf þessi yndislegi aumingjakærleikur Svía í kjölfarið = jú en það er samt frábært að þið getið haldið úti landsliði eins fá og þið eruð:

Og auðvita er þetta dagsatt:

Lifi fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 8.6.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband