"Sturlaður" á sál og sinni

Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum forseti Alþingis, skrifar grein í Fréttablaðið í dag og ræðst harkalega að núverandi ríkisstjórn. Sérstaklega finnur hann henni það til foráttu að hún hafi skipt um Seðlabankastjóra, og ekki síst að nýr maður í því starfi um stundarsakir sé Norðmaður.

En það er líka annað í grein Sturlu sem vekur sérstaka athygli.  Í grein sinni veitist hann með afar ósmekklegum hætti að Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og skrifar m.a.:

Á mínum langa ferli í stjórnmálum hef ég ekki áður orðið vitni að öðrum eins vinnubrögðum og þeim sem Jóhanna og Steingrímur J. viðhafa á öllum sviðum. Og það er vert að minnast þess og rifja upp að þau komust til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi. Aðgerða sem ráðherra Vinstri grænna hefur hreykt sér af að hafa staðið að baki og margir telja að hafi verið skipulagðar í skjóli Vinstri grænna bæði innan þingsins og utan. Það geta ekki verið vinnubrögð sem við viljum innleiða á Íslandi.

Er engu líkara en að fyrrum þingforseti sé að gefa í skyn að minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi hrifsað til sín völdin með ofbeldi og jafnvel á ólögmætan hátt.  Hugarfarið sem ræður þessu skrifum Sturlu ber þess merki að þar fer maður sem getur ekki sætt sig við að hann og flokkur hans sé ekki lengur við völd á Íslandi.  Maður sem er heltekinn af þeirri bábylju að Sjálfstæðisflokkurinn einn sé réttborinn til valda.

Sturla Böðvarsson er bersýnilega úr öllum tengslum við þjóðina og má segja að það sé eins gott að maður sem ber ekkert skynbragð á vilja þjóðarinnar sé ekki forseti Alþingis.  Hann getur ekki fellt sig við að það hafi verið þjóðin sjálf, með kröftugum mótmælum sínum, hafi komið Sjálfstæðisflokknum úr ríkisstjórn.  Hann virðist algerlega samviskulaus yfir því að hann og flokkur hans hafi komið Íslandi í þrot með óstjórn sinni.  Enda hefur hvorki hann né formaður Sjálfstæðisflokksins, beðið þjóðina afsökunar á afdrifaríkum mistökum sínum við landsstjórnina.  Sturla Böðvarsson er, svo ekki verður um villst, illa haldinn á sál og sinni yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi misst völdin, en lætur sér um leið í léttu rúmi liggja þær efnahagslegu og félagslegu hörmungar sem flokkur hans hefur leitt yfir þjóðina.  Í stað þess kastar hann óhróðri í aðra flokka sem hann beinlínis sakar um ólýðræðisleg vinnubrögð. 

Sturla Böðvarsson á að skammast sín og biðjast afsökunar á skrifum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Oddur Ólafsson

Sturla er náttúrulega bara vonlaus karakter, ferkantaður og afundinn á lund.

Hann er gamla Ísland uppmálað, ber lítið skynbragð á sitt nánasta umhverfi.

Oddur Ólafsson, 5.3.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ja hérna!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 5.3.2009 kl. 11:25

3 identicon

Þegar menn hverfa af vettvangi stjórmála sundurétnir af biturð eftir misheppnaðan ráðherradóm og með grunsemdir um að hafa svindlað í prófkjörum, skjótandi eiturpílum á andstæðinga síns þá glottir maður...

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:33

4 Smámynd: corvus corax

Sturla er auðvitað sama sturlaða fíflið og allir hinir í spillingarflokknum sem kallar sig sjálfstæðisflokk. Ég fullyrði að önnur eins ánægjuleg hreinsun og burtför sjallanna úr ríkisstjórn og Dabba drulluhala úr Bleðlabankanum hefur ekki orðið í Íslandssögunni nema ef vera skyldi útrýming fjárkláðans hérna á árum áður.

corvus corax, 5.3.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband