Hræðslubandalagið

Enn eina ferðina hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið stillt saman strengi í aðdragandi kosninga. Enda þótt það gerist í hvert sinn sem kosningar nálgast, veldur það jafnframt vonbrigðum að fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega, skuli æ ofan í æ falla í á gryfju að gerast pólitískur erindreki Sjálfstæðisflokksins. Nú, eins og svo oft áður, er það hræðsluáróðurinn sem sameinar flokkinn og fjölmiðilinn.

Íslensk þjóð horfist nú í augu við meiri erfiðleika en hún hefur upplifað um langt langt skeið. Hrunið í efnahags- og atvinnulífinu hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar, atvinnuleysi, tekjufall, húsnæðismissi, gjaldþrot o.s.frv. Stórkostlegt gáleysi og getuleysi við stjórn landsins, hinn pólitíski ásetningur um afskiptaleysi hins opinbera og trúin á að taumlaus græðgi og endalaus vöxtur myndu auka velsæld, ætla að reynast okkur Íslendingum dýrkeypt lexía. Þótt margri aðilar í samfélaginu beri ábyrgð á því hvernig komið er, verður ekki framhjá því horft að á hinu pólitíska sviði er ábyrgðin fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins. Hugmyndafræði hans, nýfrjálshyggjan og hömlulaus markaðstrú, hefur beðið skipbrot og þjóðin mun þurfa að bera byrðarnar af þeirri ægilegu skuldsetningu sem þetta þrotabú Sjálfstæðisflokksins skilur eftir sig. 

Sjá greinina í heild á http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/1488.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Áslaug Friðriksdóttir

Held að við eigum eftir að sjá að markaðshyggjan mun lifa enda er hún best til þess fallin að draga okkur upp úr öldudalnum, skattapólitík vinstri grænna mun seint geta það.

Áslaug Friðriksdóttir, 2.4.2009 kl. 11:13

2 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Það vita allir að ástandið er skelfilegt í dag og varla þarf að þrasa lengur um ástæður þess.

Málið í dag er að takast á við verkefnin sem mörg eru af þeirri stærðargráðu að við komum sennilega ekki til með að ráða við þau ef eina lausnin er að "slá hausnum" við steininn og afneita góðum hugmyndum sem ekki eru þókknanlegar foringjunum Jóhönnu og Steingrími.  Þar á ég við vandamál heimila og smærri fyrirtækja sem VG hefur nú alla tíð talið undirstöðu þjóðfélagsins.  Þessir smáplástrar sem verið er að líma yfir vandamálin halda varla framyfir næstu kosningar.  Stjórnin verður að fara að gera sér grein fyrir því að vandamál heimila og fyrirtækja eru í raun ekki komin fram  af fullum þunga og ef allt verður unnið jafn ómarkvisst og núverandi stjórn virðist vera að gera, hvað gera menn þá eftir kosningar.  Það er eins og margir átti sig ekki á raunveruleikanum fyrr en hann fer að "bíta þeirra eigið skinn".   

Þið sem (stjórnmálamenn) þjónar fólksins fáið ekki bara greiðslur fyrir að tala og mala, það geta allir.  Það eru "verkin" sem skipta máli.

Páll A. Þorgeirsson, 2.4.2009 kl. 11:38

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ágæti Árni Þór! Takk fyrir orðin og áminninguna: Aldrei aftur! Aldrei aftur!  

Fullkomin vanvirðing og aðgæsluleysi stjórnvalda er ekki einu sinni dýrkeypt lexía, heldur og einnig svo ljótur smánarblettur á íslensku samfélagi að erfitt er að ná honum burt. Við erum ekki í aðstöðu til að gefa nein loforð, við getum ekki bætt neinum skaðann, orðstýr Íslands erlendis hefur verið smáður og Sjálftöluflokkurinn heldur sínu striki og beitir gömlum aðferðum, gömlum nöfnum og klisjum í málflutningi sínum.

Ég hugsa hlýlega til ykkar sem eruð að reyna skapa einhvern grundvöll fyrir nýtt Ísland. Nýtt fundament sem byggja má síðan á.  Óska ykkur góðs gengis.

Lexían er þjóðinni dýr. Sjálftökuflokkurinn virðist haldinn ólæknandi sjúkdómi. Þessi ólæknandi sjúkdómur hefur fengið ýmis heiti: Dramb/hroki, ágirnd, taumleysi, öfund, græðgi og reiði. 

Baldur Gautur Baldursson, 2.4.2009 kl. 18:40

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Við sjáum þetta í hendi okkar:)

Ásgeir Rúnar Helgason, 4.4.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband