20.1.2007 | 09:36
Geir, Jafet og kona
Á fréttavef Ríkisútvarpsins var greint frá því að kona hefði boðið sig fram til formennsku Knattspyrnusambands Íslands. Áður hafði komið fram að Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ og Jafet Ólafsson fyrrv. forstjóri VBS hefðu tilkynnt um framboð til formennsku.
Það er dæmigert að fréttin skuli snúast um það að kona bjóði sig fram, ekki að Halla Gunnarsdóttir hafi ákveðið að skella sér í formannsslaginn. Kannski er þetta óafvitandi hjá mbl.is en kannski er þetta bara dæmigert fyrir viðhorfin í samfélaginu. Út af fyrir sig er það fréttaefni að nú gefst knattspyrnuhreyfingunni í fyrsta skipti tækifæri til að kjósa konu í formannsstól en að sjálfsögðu er það aðalatriðið að það er Halla Gunnarsdóttir, blaða- og knattspyrnukona sem sækist eftir formennsku í KSÍ. Vonandi ber knattspyrnuhreyfingin gæfu til að gera hana að formanni.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Íþróttir | Breytt 21.1.2007 kl. 10:25 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Forval VG
- Við styðjum Árna Þór Stuðningshópur Árna Þórs á Facebook
- Ganga í VG Inntökubeiðni í Vinstri græna
- Andrés Ingi Jónsson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Árni Haraldsson
- Brynja Björg Halldórsdóttir
- Davíð Stefánsson Frambjóðandi í forvali VG
- Gunnar Sigurðsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Kristján Ketill Stefánsson
- Paul F. Nikolov
- Vilhjálmur Árnason
Vinstri græn
Síður félaganna í Vinstri grænum
- Audun Lysbakken's blogg Audun Lysbakken er varaformaður Sosialistisk venstreparti í Noregi
- Ögmundur Jónasson
- Hlynur Hallsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Svandís Svavarsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Ásmundur Einar Daðason Þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi
Þingmál ÁÞS
Þingmál sem ég hef lagt fram á Alþingi, ýmist sem fyrsti flutningsmaður eða í félagi við aðra þingmenn.
- Markaðsvæðing samfélagsþjónustu Þingsályktunartillaga, ÖJ o.fl.
- Brottfall vatnalaga Frumvarp, SJS o.fl.
- Rannsóknir og sjálfbær nýting jarðhitasvæða Þingsályktunartillaga, ÁI o.fl.
- Almenningssamgöngur (endurgr. virðisaukaskatts og olíugjalds) Frumvarp, ÁI og ÁÞS
- Umferðarlög (forgangsakreinar strætisvagna) Frumvarp, SVÓ o.fl.
- Íslenskukennsla fyrir innflytjendur Þingsályktunartillaga, KJ o.fl.
- Húsafriðun (aldursákvæði og hverfisvernd) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Raforkulög (aðgengilegir orkusölusamningar) Frumvarp, SJS o.fl.
- Friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár Þingsályktunartillaga, KH o.fl.
- Réttindi og staða líffæragjafa Þingsályktunartillaga, SF o.fl.
- Áhættumat vegna virkjana í Þjórsá Þingsályktunartillaga, AG o.fl.
- Framhaldsskólar (afnám innritunar- og efnisgjalda) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Heildararðsemi stóriðjuframkvæmda Þingsályktunartillaga, SJS o.fl.
- Friðlýsing Jökulsánna í Skagafirði Þingsályktunartillaga, JB o.fl.
- Loftslagsráð Þingsályktunartillaga, KH o.fl.
- Sveitarstjórnarlög (áheyrnarfulltrúar) Frumvarp, ÁÞS og KH
- Sala eigna ríkisins í Hvalfirði Fyrirspurn til fjármálaráðherra, ÁÞS
- Sala eigna ríkisins í Hvalfirði Svar fjármálaráðherra
- Samningar, viljayfirlýsingar og fyrirheit ráðherra Skýrslubeiðni til forsætisráðherra, JB o.fl.
- Mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo Þingsályktunartillaga, KJ o.fl.
- Kostnaður við Kárahnjúkavirkjun Skýrslubeiðni til iðnaðarráðherra, ÁI o.fl.
- Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðra Fyrirspurn til félagsmálaráðherra, ÁÞS
- Kosningalög (áheyrnarfulltrúar í kjörstjórnum) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Stjórnunarkostnaður RÚV Fyrirspurn til menntamálaráðherra, ÁÞS
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- almal
- aring
- annaed
- annapala
- attilla
- skarfur
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- brell
- bleikaeldingin
- bardurih
- charliekart
- danielhaukur
- davidlogi
- silfrid
- egillrunar
- ekg
- esv
- einarolafsson
- elinsig
- jarlinn
- feministi
- vglilja
- mosi
- gudrunfanney1
- guru
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallgri
- hallurmagg
- hannesjonsson
- heida
- helgasigrun
- thjodviljinn
- hehau
- 730
- hilmarb
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- ingibjorgelsa
- ingolfurasgeirjohannesson
- ingo
- hansen
- jonthorolafsson
- killerjoe
- margretsverris
- mortenl
- paul
- pallvil
- hux
- ragnarna
- salvor
- sigfus
- msigurjon
- siggikaiser
- siggisig
- safi
- snorrason
- stebbifr
- fletcher
- baddinn
- steingrimurolafsson
- steinibriem
- manzana
- kosningar
- smn
- saedis
- soley
- tidarandinn
- ugla
- vefritid
- vestfirdir
- arh
- astamoller
- id
- olafurfa
- tolliagustar
- thorsteinnerlingsson
- arniharaldsson
- hilmardui
- jakobjonsson
- olafur-thor
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er ég nú alveg sammála þér þarna. Mér finnst fréttin einmitt vera sú, að kona skuli bjóða sig fram í því karlavígi sem KSÍ er - en ekki sérstaklega að það sé einhver Halla Gunnarsdóttir, sem ég held að fæstir áhugamenn um knattspyrnu þekki, þar á meðal ég.
Hlynur Þór Magnússon, 20.1.2007 kl. 09:44
Sæll Hlynur.
Auðvitað er það frétt að kona bjóði sig fram, en konan heitir Halla Gunnarsdóttir og er einstaklingur, manneskja. Mér finnst nálgunin vera dálítið karlaleg!
Árni Þór Sigurðsson, 20.1.2007 kl. 10:21
Ég veit ekki í hvaða frétt á mbl.is þú ert að vitna í Árni - Ég skrifaði þessa frétt og það eitt að Halla heitir Halla er kannski nóg að fréttin skuli snúast um það að kona bjóði sig fram?
Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands á ársþingi KSÍ sem fram fer 10. febrúar. Þrír aðilar hafa tilkynnt um framboð til formanns KSÍ en auk Höllu eru Geir Þorsteinsson og Jafet Ólafsson í framboði.
Halla hefur þjálfað yngri flokka og leikið sjálf með félagsliðum hér á landi en á fundi með fréttamönnum í morgun sagði Halla m.a. að knattspyrnan ætti að vera fyrir alla.
Ég hefði frekar átt að segja að "Beyglan bjóði sig fram í formanninn" - en Halla er þekkt sem knattspyrnusnillingurinn "Beyglan" hjá sparksérfræðingum Morgunblaðsins. En vissulega er hún kona en það kom ekki fram í þessari frétt sem hér fylgir með.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 20.1.2007 kl. 14:07
Hér er líka greinin sem birtist í Morgunblaðinu um framboð Höllu - ekki minnst á kyn hennar í fréttinni. Aðeins nafnið hennar. Sem leiðir af því líkum að hún sé kona. Ég er því ekki að "fatta" þetta innslag hjá þér Árni.
http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1125066
Sigurður Elvar Þórólfsson, 20.1.2007 kl. 14:10
Sæll Sigurður.
Ætla alls ekki að hafa þig fyrir rangri sök, en þegar fréttin birtist á mbl.is var fyrirsögnin "Kona býður sig fram..". Vel getur verið að það hafi bara verið fyrsta frétt um málið og síðan hafi því verið breytt. Þetta vakti bara athygli mína á því að konan væri ekki meðhöndluð sem maður. Í þessu innslagi er engin dýpri merking af minni hálfu.
Árni Þór Sigurðsson, 20.1.2007 kl. 14:21
Ekkert mál - líklega ertu að vitna í frétt RÚV...
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item141167/
Sigurður Elvar Þórólfsson, 20.1.2007 kl. 14:23
"Vonandi ber knattspyrnuhreyfingunni gæfa til að gera hana að formanni." !!!
Hvernig væri að stjórnmálamaðurinn ÁÞS vandaði sig í meðferð móðurmálsins ?
Eiður Svanberg Guðnason, 21.1.2007 kl. 10:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.