Ósannindi ex-bjé

Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, lýsti því yfir á þættinum "Ísland í dag" á NFS í kvöld, að flugvöllur á Hólmsheiði, skv. hugmyndum samstarfsnefndar ríkis og borgar, væri innan vatnsverndarsvæðis borgarinnar.  Þessi fullyrðing er ósönn.  Samkvæmt upplýsingum sérfræðinga nefndarinnar er völlurinn staðsettur utan fjarsvæðis vatnsverndarinnar.  Er augljóst að frambjóðendur ex-bjé láta sér fátt um finnast þótt þeir þurfi að grípa til ósanninda til að verja arfavitlausa hugmynd sína um nýjan flugvöll á Lönguskerjum.
 

Nefnd ríkis og borgar, undir forystu Helga Hallgrímssonar fyrrum vegamálastjóra, hefur í samvinnu við ýmsa ráðgjafa unnið að tillögum um staðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins.  Eftir að hafa skoða fjölmarga kosti hefur nefndin staðnæmst við fjóra möguleika.  Í fyrsta lagi að flugið verði áfram í Vatnsmýrinni en þó í breyttri mynd þannig að flugvallarsvæðið minnkaði og meira rými fáist til uppbyggingar.  Í öðru lagi að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur.  Í þriðja lagi að nýr völlur verði byggður á Lönguskerjum og í fjórða lagi að nýr völlur verði byggður í Hólmsheiði.  Ljóst er að allir þessi kostir koma til greina en þeir hafa mismunandi kosti og galla.  Við í VG höfum lýst þeirri skoðun okkar að af þessum kostum teljum við Hólmsheiðarvöll ákjósanlegastan.  Hann hefur þá kosti að vera tiltölulega ódýr, hann er í góðum tengslum við helstu umferðaræðar að og frá höfuðborginni, hann er aðeins í um 15 mín. aksturfjarlægð frá miðborg Reykjavíkur.  Lönguskerjarvöllurinn er amk. tvöfalt dýrari, þar munar í það minnsta 10 milljörðum króna!!  Og svo eru umhverfismálin; það yrði augljóst umhverfisslys að demba gríðarlegum landfyllingum út í Skerjafjörðinn með brimvarnarmannvirkjum og vegtengingu yfir fjöruna.

Á kynningarfundi nefndarinnar með borgarfulltrúum og frambjóðendum var sérstaklega spurt um vatnsverndarmálið á Hólmsheiði.  Kom þar skýrt fram að nefndin hefði aldrei lagt til völl á Hólmsheiði ef það ógnaði vatnsbólum höfuðborgarbúa.  Nema hvað?

En það er eins og bjé-listinn sé í örvæntingu sinni eftir sæti í borgarstjórn, að lofa til hægri og vinstri og virðist telja að því dýrari sem loforðin eru, því betra.  Og er reiðubúinn að kosta ótæpilegum fjármunum í auglýsingar í þeim tilgangi.  Svo er bara að sjá hvort það skilar tilætluðum árangri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband