Halldór nýr formaður Sambands sveitarfélaga

Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði var nú fyrir stundu kjörinn nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.  Hann tekur við starfinu af Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra, sem hefur verið formaður sl. 16 ár.  Kosið var milli Halldórs og Smára Geirssonar bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð og hlaut Halldór 68 atkvæði en Smári 64.  Það má því segja að það hafi verið mjótt á mununum og báðir þessir sveitarstjórnarmenn njóta trausts og stuðnings í röðum í sveitarstjórnarmanna. 

Nýr formaður kemur nú af landsbyggðinni, eftir að Reykvíkingur hefur setið í formannsstóli í 16 ár og er það vel við hæfi.  Halldór kemur af landssvæði sem á kannski hvað mest í vök að verjast og það getur orðið Vestfjörðum styrkur að formaður sambandsins komi af því svæði.  Hann hefur líka getið sér orðs sem baráttumaður fyrir stóriðjulausum Vestfjörðum og lagt áherslu á aðrar lausnir í atvinnumálum.

Ástæða er til að óska Halldóri til hamingju og velfarnaðar í vandasömum störfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband