Vinstri græn spyrja um Tónlistarþróunarmiðstöðina

Að undanförnu hefur okkur borgarfulltrúum borist talsverður fjöldi póstsendinga um málefni Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar. Af því tilefni lagði ég fram fyrirspurn á fundi í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur í dag, mánudag 27. nóv. Fyrirspurnin er þannig:

"Óskað er eftir greinargerð um stöðu málefna Tónlistarþróunarmiðstöðvar, en fram hefur komið að undanförnu að útlit er fyrir að miðstöðin muni hætta starfsemi í byrjun næsta árs vegna fjárskorts. Farið er fram á að í greinargerðinni komi fram hvaða starfsemi fer fram í miðstöðinni og hversu margir nýta sér hana, hvaða stuðning miðstöðin hefur fengið frá Reykjavíkurborg undanfarin ár, m.a. í samanburði við aðra ámóta starfsemi eins og t.d. sjónlistarhús, hvaða aðrir aðilar hafa stutt við starfsemina og hvaða leiðir eru færar til að tryggja áframhaldandi starfsemi Tónlistarþróunarmiðstöðvar í Reykjavík."


Afgreiðslu fyrirspurnarinnar var frestað en þess er að vænta að á næsta fundi liggi fyrir frekari upplýsingar um málið.  Hugmyndin að baki Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar er að búa til mannsæmandi aðstöðu hér á Íslandi fyrir þennan helsta vaxtarbrodd íslenskrar sköpunar, bæði fyrir faglistamenn og upprennandi áhugafólk.  Nánar má kynnast tónlistarþróunarmiðstöðinni hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband