Ummęli mķn um ummęli Alfrešs

Ķ Fréttablašinu fyrir nokkrum dögum var vištal viš Alfreš Žorsteinsson, nśverandi oddvita Framsóknarflokksins (ex-bjé) ķ borgarstjórn.  Žar upplżsti hann aš meirihluti R-listans hafi hangiš į blįžręši ķ desember 2002 žegar Ingibjörg Sólrśn og Össur įkvįšu aš hin fyrrnefnda skyldi fara ķ framboš fyrir Samfylkinguna ķ alžingiskosningum.  Jafnframt sagši hann frį žvķ aš Framsóknarflokkurinn hafi žį veriš kominn ķ višręšur viš Sjįlfstęšisflokkinn um myndun nżs meirihluta.  Žegar Blašiš leitaši įlits hjį mér į žessum ummęlum sagši ég aš okkur hinum ķ borgarstjórnarflokki R-listans hefši veriš kunnugt um višręšurnar en aš ég įttaši mig ekki į žvķ hvaša tilgangi žaš žjónaši aš rifja žaš upp nś.

Žessi ummęli mķn fara fyrir brjóstiš į blašamanni Fréttablašsins sem skrifar um žau į bls. 12 ķ blašinu ķ dag.  Segir hann žetta dęmigerša afstöšu stjórnmįlamanna aš vilja ekki ręša mįlin heldur lįta žaš sem gerist aš tjaldabaki liggja ķ kyrržey.

Nś finnst mér śt af fyrir sig aš blašamašurinn dragi allt of vķštękar įlyktanir af žvķ sem ég sagši um mįliš.  Hefši ekki veriš nęr aš Framsóknarflokkurinn hefši upplżst um višręšur sķnar viš Sjįlfstęšisflokkinn žegar žęr įttu sér staš?  Įtti almenningur ekki rétt į žvķ aš fį fregnir af žeim į žeim tķmapunkti?  Ég er nefnilega žeirrar skošunar aš umręšan sé mjög af hinu góša og ef skilja mįtti ummęli mķn ķ Blašinu į žann hįtt sem blašamašur Fréttablašsins gerir žį er ég eiginlega sammįla honum um nišurstöšuna.  Fyrir mér vakti ašallega aš vekja athygli į žvķ aš tķmasetningin į žessari "uppljóstrun" er umhugsunarverš.  Nema tilgangurinn sé kannski einfaldlega sį aš gefa kjósendum til kynna aš Framsóknarflokkurinn sé aš bśa sig undir meirihutasamstarf viš Sjįlfstęšisflokkinn, žannig aš viš fįum nśverandi rķkisstjórnarmynstur ķ borgarstjórn Reykjavķkur eftir kosningar. 

Önnur ummęli Alfrešs voru žau aš žaš hafi veriš Vinstri gręnir sem įkvįšu aš halda ekki įfram R-listasamstarfinu.  Sannleikurinn er sį aš Vinstri gręnir höfšu kjark og žor til aš segja žaš sem allir hugsušu, bęši Samfylkingarmenn og Framsóknarmenn.  Nefnilega aš forsendurnar fyrir įframhaldandi sameiginlegu framboši vęru ekki lengur til stašar, rótina aš žvķ mį svo finna ķ vištalinu viš Alfreš. Svo getur vel veriš aš žaš žjóni pólitķskum hagsmunum einhverra aš geta "kennt" VG um.  Viš tökum žaš ekki nęrri okkur.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband