... með hagstjórnina á góðri leið til fjandans!

Hin árlega þingveisla (árshátíð þingsins) var haldin í gær.  Þar gilda þær reglur að ekki má tala nema í bundnu máli.  Nokkuð var um kviðlinga sem fuku og verður að segjast að gæðin voru æði misjöfn.  Hér eru nokkrar af þeim vísum sem ég hafði fram að færa og lýsa nokkrum atriðum úr stjórnmálalífinu eins og þau blasa við mér eftir að ég tók sæti á Alþingi sl. vor.

 

 Hin nýja stjórn sem mynduð var í vor

og virðist eiga góðan stuðning landans,

er heldur daufgerð, haggast ekki spor

með hagstjórnina á góðri leið til fjandans.

 

Í svartri grjóthöll upp við Arnarhól

er andans faðir Sólrúnar og Geira.

Hans bláa hönd þar á sín tæki og tól

til að hækka vexti meir og meira.

 

Sjá, verðbólgan  þá fer á feiknaskrið

og flestir spá að fljótt á dalnum harðni.

„En skítt með hana, leggjum bönkum lið“

lofsyngja þeir Illugi og Bjarni.

 

Svo ræðum við um þetta þjóðarmein

á þinginu í ræðutímahasti,

og Sturla verður stífur eins og bein

er steytir Ömmi hnefa í reiðikasti.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband