24.9.2009 | 23:56
Fluttur á visir.is
Eigendur Morgunblaðsins ákveða fyrir sig hvernig þeir haga sínum málum, en ég hef ákveðið hvað mig snertir að flytja bloggsíðu mína af mbl.is og yfir á visir.is. Ég þakka fyrir samfylgdina á þessum vettvangi og býð þeim sem vilja taka þátt í skoðanaskiptum við mig á netinu að gera þá á nýjum vettvangi.
Ný bloggsíða er því blogg.visir.is/arnithor.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2009 | 15:05
Obama snýr við blaðinu
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur snúið við blaðinu hvað varðar eldflaugastöðvar í Póllandi og Tékklandi sem forveri hans hóf undirbúning að. Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir alla sem vilja stuðla að friðsamlegri sambúð ríkja og trúa ekki á hernaðarmáttinn sem tæki til þess.
Stjórnvöld í Póllandi og Tékklandi höfðu að vísu lýst sig hlynnt áformunum en mikil andstaða var við þau meðal almennings í báðum löndunum. Ennfremur var ljóst að þau höfðu mjög neikvæð áhrif á sambúðina við Rússa, en mikilvægt er að efla samstarfið enda geta Rússar haft mikilvægu hlutverki að gegna við að auka stöðugleika og bæta sambúð ríkja.
Breytt afstaða Bandaríkjaforseta er því fagnaðarefni og vonandi til marks um nýjar og allt aðrar áherslur í utanríkis- og alþjóðamálum af hálfu Bandaríkjanna, ekki veitir af.
![]() |
Hætt við eldflaugastöðvar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |