Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.1.2007 | 15:16
Hálfsannleikur Arndísar
Í Morgunblađinu í gćr er grein eftir Arndísi Steinţórsdóttur, kennara og femínista, ţar sem hún freistar ţess ađ koma höggi á Vinstri grćn. Telur hún lítiđ fara fyrir femíniskum gildum hjá VG. Nú er út af fyrir sig ekkert ađ ţví ađ andstćđingar VG í stjórnmálum deili á flokkinn og finni á honum snögga bletti. Ţađ er hins vegar málstađ viđkomandi ekki til framdráttar ađ halla réttu máli og beita hálfsannleik í málflutningi sínum. Ţví miđur hendir ţađ Arndísi.
Í grein sinni víkur hún sérstaklega ađ borgarmálum og telur ađ karlborgarfulltrúi VG (sem er undirritađur) hafi átt meiri rétt ţegar kom ađ ţví ađ skipa í nefndir á vegum borgarinnar, m.a. sitji karlinn í borgarráđi og karlinn hafi fengiđ alvöru karladjobbin, s.s. setu í stjórnum Orkuveitunnar og Faxaflóahöfnum. Arndís hefđi betur kynnt sér máliđ ögn betur áđur en hún fleipar međ ţessa hluti. Stađreyndin er sú ađ Svandís Svavarsdóttir situr sem oddviti VG í tveimur veigamestu ráđunum, menntaráđi og skipulagsráđi. Ég sit í menningar- og ferđamálaráđi og framkvćmdaráđi. Hvađ borgarráđ snertir ţá skiptum viđ međ okkur setu í ţví, ţannig ađ ég sit ţar 1 ár en Svandís 3, en á móti situr Svandís 1 ár í forsćtisnefnd og ég sit ţar í 3 ár. Ţetta er sama skipting í borgarráđi og var hjá okkur í VG á síđasta kjörtímabili ţegar ég sem oddviti sat 3 ár í borgarráđi en Björk Vilhelmsdóttir, sem ţá var borgarfulltrúi á vegum VG, sat ţar 1 ár. Raunar viđhafđi Samfylkingin sömu skiptingu ţá, Stefán Jón Hafstein sem ţá var oddviti ţeirra sat 3 ár í borgarráđi en Steinunn Valdís Óskarsdóttir sat ţar í 1 ár. Um setu í stjórnum fyrirtćkjanna er ţađ ađ segja ađ ég sit í stjórn Faxaflóahafna fyrstu 2 ár kjörtímabilsins en ţá tekur Svandís viđ og situr ţar í eitt ár en Frjálslyndi flokkurinn á ađalsćti ţar síđasta ár kjörtímabilsins en ekki VG. Í stjórn Orkuveitunnar er ţessu ţannig fariđ ađ Frjálslyndi flokkurinn á ađalsćti ţar 1. og 3. ár kjörtímabilsins en VG 2. og 4. ár. Svandís Svavarsdóttir er ţar fulltrúi okkar í VG en ekki undirritađur eins og Arndís heldur fram. Međ örlítilli vandvirkni og góđum vilja hefđi Arndís getađ komist hjá rangfćrslum sínum.
Fullt tilefni er til ađ fjalla nánar um önnur atriđi í grein Arndísar, og einnig um ţađ sem hún nefnir ekki. Til ađ mynda minnist hún ekkert á ađ undirritađur lagđi, í anda femínískra gilda, kapp á ađ kona leiddi lista VG í borgarstjórnarkosningunum í vor eftir ađ hafa sjálfur gegnt oddvitastarfi flokksins í borgarmálum undanfarin ár. Og sömuleiđis ađ undirritađur átti ekki hvađ sístan ţátt í ađ Steinunn Valdís Óskarsdóttir varđ borgarstjóri síđla árs 2004. En hún mátti ekki vera í forystuhlutverki fyrir sinn flokk áfram, og ţađ vorum ekki viđ Vinstri grćn sem sáum fyrir ţví! Um annađ í grein Arndísar ćtla ég ekki ađ fjalla nú, ţađ bíđur ađ sinni.
(Greinin birtist í Morgunblađinu í dag, 5. jan. 2007)
1.1.2007 | 23:06
Nú ţarf ađ taka á fjármálum fjölmiđla
Gleđilegt ár ágćtu lesendur og takk fyrir samfylgdina á liđnu ári.
Eitt af síđustu verkum Alţingis fyrir jólahlé var ađ samţykkja lög um starfsemi stjórnmálaflokka. Skođanir um ţá löggjöf eru vissulega skiptar eins og eđlilegt er. Ég er í hópi ţeirra sem hef taliđ löngu tímabćrt ađ sett vćri löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka og tryggt yrđi ađ ţeir vćru í störfum sínum ekki háđir einstaka fyrirtćkjum eđa öđrum velunnurum. Vitanlega má deila um ţađ hvort ný löggjöf sé nákvćmlega hin eina rétta eđa hvort hćgt hefđi veriđ ađ taka á fjármálum og starfsemi stjórnmálaflokka međ öđrum hćtti. Sjálfsagt er ađ endurskođa löggjöfina sem samţykkt var á Alţingi í desember eftir 1-2 ár í ljósi reynslunnar.
Hitt er umhugsunarvert hvort nóg sé ađ gert međ löggjöf um starfsemi stjórnmálaflokka. Nú um áramótin var t.d. upplýst ađ umrćđuţáttur Stöđvar 2 um áramót, ţar sem m.a. leiđtogar stjórnmálaflokka eru fengnir til ađ fjalla um stöđu ţjóđmála viđ áramót, hafi veriđ kostađur af Alcan á Íslandi. Fyrirtćki sem stendur í pólitískum átökum viđ almenning og lýđrćđislega kjörna ađila um stćkkun og frekari stóriđju í Straumsvík. Forsvarsmenn Stöđvar 2 segja ţetta mjög eđlilegt og ađ umrćddur ţáttur, Kryddsíldin, hafi áđur veriđ kostuđ af fyrirtćkjum.
Ţađ er vitaskuld reginhneyksli ađ Stöđ 2 skuli bjóđa forystumönnum í stjórnmálum til ţátttöku í slíkum umrćđuţćtti án ţess ađ upplýsa ţá um ađ ţátturinn vćri í bođi tiltekins fyrirtćkis. Stjórnendur Stöđvar 2 sigla hér undir fölsku flaggi og ćttu ađ skammast sín fyrir ósvífnina. Ţeir setja verulega niđur viđ framkomu sína. Ekki síst ţegar ţeir velja ađ láta fyrirtćki sem á í pólitískum slag kosta ţáttinn og segjast svo óháđir fyrirtćkinu. Ţađ er auđvitađ eins og hver önnur firra. Nú hefur Alcan keypt Stöđ 2 í ađdraganda kosninganna í Hafnarfirđi um stćkkun álversins og sanniđi til - Stöđ 2 mun ađ sjálfsögđu draga taum fyrirtćkisins gegn hagsmunum almennings ţegar kemur ađ umfjöllun um álveriđ í Straumsvík og stćkkun ţess. Nema hvađ?
Ţetta dćmi sýnir svo ekki verđur um villst ađ nauđsynlegt er ađ taka á fjármálum fjölmiđla ekki síđur en stjórnmálaflokka. Nauđsynlegt er ađ banna međ öllu kostun pólitískar umrćđuţátta eins og Kryddsíldarinnar, Kastljóss eđa hverra annarra ţátta til ađ tryggja ađ ekki sé unnt ađ kaupa sér velvild fjölmiđla. Ţađ er verđugt verkefni ţess Alţingis sem kjöriđ verđur í vor.
31.12.2006 | 15:46
Gleđilegt nýtt ár - ţakka samstarf á liđnu ári
Ég óska lesendum bloggsíđunnar, stuđningsfólki og landsmönnum öllum gleđilegs og heillaríks komandi árs og ţakka ánćgjulegt samstarf á liđnu ári.
Vonandi verđur nýja áriđ happadrjúgt fyrir okkur Vinstri grćn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2006 | 12:31
Saddam gerđur ađ píslarvotti - var ţađ nú gáfulegt?
Ţá hefur Saddam Hussein veriđ tekinn af lífi. Hann var fundinn sekur um fjöldamorđ og var dćmdur til dauđa. Nú er áreiđanlegt ađ Saddam stór fyrir einni mestu ógnarstjórn síđari tíma og verđskuldađi ađ sjálfsögđu harđan dóm fyrir afbrot sín gegn írösku ţjóđinni. Ţađ á raunar viđ um sorglega marga ţjóđarleiđtoga vítt og breitt um heiminn.
Hitt er svo sjálfstćđ spurning hvort dauđarefsingar séu réttlćtanlegar yfirleitt. Í Evrópu hafa dauđarefsingar veriđ aflagđar fyrir löngu og svo er einnig um mörg ríki annars stađar í heiminum. Bandaríkin standa ţó enn á lista yfir ţjóđir sem beita dauđarefsingum, ţess vegna koma viđbrögđ forseta Bandaríkjanna viđ aftökunni á Saddam ekki á óvart. Ríki sem notast viđ dauđadóma réttlćtir um leiđ á vissan máta ţann gjörning ađ deyđa. Í ţví felst auđvitađ ţversögn en svona er ţađ nú samt.
Međ aftöku Saddams hefur hann nú veriđ gerđur ađ píslarvotti. Víst er ađ ofbeldiđ í Írak mun nú enn aukast og hćtt er viđ hermdarverkum bćđi ţar og víđar. Ţađ má velta ţví fyrir sér hvort ţađ hafi veriđ mjög gáfulegt ađ gera Saddam ađ píslarvotti eins og nú hefur veriđ gert. Allir ţeir sem eru andstćđingar dauđarefsinga hljóta ađ fordćma aftökuna. Hún er engin lausn í ţeirri erfiđu og viđkvćmu stöđu sem uppi er í Írak og hin ólöglega innrás Bandaríkjanna og stuđningsríkja ţeirra hefur kallađ yfir landiđ. Ţvert á móti er líklegt ađ hún virki eins og olía á eld haturs og ofbeldis. Ábyrgđin liggur ekki síst hjá innrásarţjóđunum og ţeirri heimsku ađ halda ađ upprćta megi ofbeldi međ ofbeldi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2006 | 15:18
Ögmundur í Kragann, Katrín í Reykjavík norđur og Kolbrún í Reykjavík suđur
Nú hefur kjörstjórn vegna frambođslista Vinstri grćnna á höfuđborgarsvćđinu kynnt tillögu sína um skipan 5 efstu sćtanna í kjördćmunum ţremur. Tillagan gerir ráđ fyrir ađ Ögmundur Jónasson, formađur ţingflokks VG, og ótvírćđur sigurvegari forvalsins ţann 2. desember sl., flytji sig um set og leiđi lista flokksins í Suđvesturkjördćmi, Kraganum svonefnda. Lagt er til ađ Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir skipi 2. sćtiđ í kjördćminu.
Ţá er lagt til ađ Katrín Jakobsdóttir varaformađur VG leiđi listann í Reykjavíkurkjördćmi norđur og ađ ég verđi ţar í öđru sćti, en Kolbrún Halldórsdóttir ţingkona skipi fyrsta sćti í Reykjavík suđur og Álfheiđur Ingadóttir verđi ţar í öđru sćti. Tillaga kjörstjórnar um skipan 5 efstu sćtanna er ţannig:
Katrín Jakobsdóttir Kolbrún Halldórsdóttir Ögmundur Jónasson
Árni Ţór Sigurđsson Álfheiđur Ingadóttir Guđfríđur Lilja Grétarsd.
Paul F. Nikolov Auđur Lilja Erlingsdóttir Gestur Svavarsson
Steinunn Ţóra Árnadóttir Guđmundur Magnússon Mireya Samper
Kristín Tómasdóttir Jóhann Björnsson Andrea Ólafsdóttir
Engum blöđum er um ţađ ađ fletta ađ ţetta er góđ og sterk niđurstađa hjá kjörstjórninni. Ögmundur og Guđfríđur Lilja taka ađ sér ţađ hlutverk ađ leiđa lista flokksins í Kraganum, en ţađ á flokkurinn engan ţingmann nú. Sóknarfćrin ţar eru ţó mikil og skv. skođanakönnunum Gallup upp á síđkastiđ eigum viđ góđa möguleika á tveimur ţingmönnum í kjördćminu. Í Reykjavíkurkjördćmunum eigum viđ líka góđa von í tveimur ţingmönnum í hvoru kjördćmi.
Stađa Vinstri grćnna er sterk um ţessar mundir. Viđ megum hins vegar ekki taka neitt gefiđ fyrirfram og ţurfum ađ halda vel á spilum, koma okkar góđa málstađ vel á framfćri og stefna ađ ţví ađ vinna góđan sigur í kosningunum í vor. Markmiđ okkar hlýtur ađ vera ađ sjónarmiđ og áherslur Vinstri grćnna komist rćkilega ađ í landsstjórninni. Til ţess ađ svo megi verđa, ţarf VG ađ koma sterkt út úr kosningunum, međ góđa málefnastöđu og sterka frambjóđendur.
Ţeir frambođslistar sem ţegar eru komnir fram lofa góđu og tillögur kjörstjórnarinnar hér á höfuđborgarsvćđinu eru gott framlag fyrir baráttuna sem framundan er.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
28.12.2006 | 14:00
Borgin vill ekki spilakassa í Mjóddina
Á fundi borgarráđs nú rétt fyrir jól tókst góđ samstađa um ađ hvetja Háskóla Íslands til ađ hćtta viđ áform um ađ koma upp spilakössum í Mjóddinni. Í samhljóđa samţykkt borgarráđs segir:
Borgarráđ tekur undir áhyggjur íbúa í Breiđholti og hverfisráđs Breiđholts sem hafa mótmćlt rekstri svokallađs spilasalar á vegum Háskóla Íslands í Mjódd. Ráđiđ telur slíka starfsemi ekki heppilega á ţessum stađ, hvorki fyrir verslunarmiđstöđina né hverfiđ í heild. Borgarráđ samţykkir ađ skora á Háskóla Íslands ađ hverfa frá áformum um starfrćkslu spilasalar í verslunarmiđstöđinni í Mjódd.
Ögmundur Jónasson, ţingmađur Vinstri grćnna, hefur um langt skeiđ látiđ sig sérstaklega varđa málefni ţeirra sem verđa spilafíkn ađ bráđ. Hann vakti athygli á ţessari samţykkt borgarinnar á heimasíđu sinni. Ţar kemur líka fram í spurningu frá mér, ađ borgin hafi reynt ađ koma í veg fyrir starfrćkslu spilakassa (á Skólavörđustíg) en veriđ gerđ afturreka međ ţá ákvörđun af dómstólum. Nú er mikilvćgt ađ tryggja nćgilegan lagagrundvöll til ađ sveitarfélög geti, t.d. međ skipulagsákvörđunum, komiđ í veg fyrir starfrćkslu spilakassa ţar sem ţađ er taliđ óheppilegt.
Flest bendi til ađ viđ getum átt bandamann í Morgunblađinu í ţessari baráttu, ef marka má leiđara blađsins í gćr, 27. des.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2006 | 22:48
Kominn í sveitina
Jólahátíđin er yfirstađin og gekk allt venju samkvćmt. Viđ fjölskyldan ákváđum ađ njóta áramótanna í sveitasćlunni í Borgarfirđi og erum komin ţangađ. Og hér verđum viđ í Reykholtsdalnum fram yfir áramót.
Nú er komin ný og enn afkastameiri nettenging í sveitina, svo ţađ er leikur einn ađ fylgjast međ á netinu, senda og taka á móti tölvupósti og skrifa fćrslur á bloggsíđuna. Tćknin hefur sem sagt tekiđ öll völd, líka í sveitasćlunni. Á móti kemur ađ ţađ verđur auđveldara ađ sinna ýmsum störfum í fjarvinnslu og börnin hafa gott af ţví ađ komast úr borgarysnum og í bústörfin eftir ţví sem nennan leyfir.
26.12.2006 | 09:53
12 ára afmćli
24.12.2006 | 23:09
Gleđilega jólahátíđ!
Ég sendi öllum lesendum ţessarar síđu, sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gleđilega jólahátiđ.
20.12.2006 | 01:53
Löngum borgarstjórnarfundi lokiđ
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur setiđ á fundi síđan kl. 10 í morgun, ţriđjudag. Frumvarp meirihlutans ađ fjárhagsáćtlun fyrir áriđ 2007 var samţykkt međ 8 atkvćđum meirihlutans en 7 fulltrúar minnihlutans sátu hjá.
Eins og ég hef ţegar greint frá hér fyrir neđan voru samţykktar tvćr tillögur frá okkur í Vinstri grćnum. Tillaga okkar um aukiđ framlag til Strćtó bs. til ađ koma á 10 mínútna tíđni á nýjan leik var hins vegar felld međ 8 atkvćđum gegn 3. Fjórir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Af ţví tilefni lögđum viđ Vinstri grćn fram svofellda bókun:
"Ţađ er dapurlegt ađ meirihluti borgarstjórnar skuli ekki taka undir tillögu Vinstri grćnna um ađ efla almenningssamgöngur í Reykjavík. Afstađa Sjálfstćđisflokksins og Framsóknarflokks kemur út af fyrir sig ekki á óvart en hjáseta Samfylkingarinnar veldur vonbrigđum."