Hver er launakostnaður yfirstjórnar Ríkisútvarpsins?

Á Alþingi nú í kvöld var lögð fram fyrirspurn mín til menntamálaráðherra um stjórnunarkostnað hjá Ríkisútvarpinu ohf.  Fyrirspurnin er þannig:

1.      Hver er launakostnaður vegna útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins ohf. nú og hver var sambærilegur kostnaður fyrir ári síðan? 
2.      Hver er þóknun formanns og annarra stjórnarmanna í Ríkisútvarpinu ohf. nú og hver var þóknun fulltrúa í útvarpsráði fyrir ári síðan? 
3.      Hver er kostnaður við yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf. og hver var hann fyrir ári síðan? 
4.      Hefur launakostnaður almennra starfsmanna breyst hlutfallslega eins og launakostnaður útvarpsstjóra?

Á þessari stundu er ekki ljóst hvenær ráðherrann mun svara fyrirspurninni en vonandi verður þess ekki langt að bíða.


Bloggfærslur 18. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband