Geysir Green geysist áfram - veruleikafirring?

Útvarpið ræddi við forstjóra Geysis Green Energy í fréttum í kvöld.  Þar kemur fram að forstjórinn telur að skipun stýrihóps um orkumál, framtíð og hlutverk Orkuveitunnar, og síðustu atburði varðandi sameiningu REI og GGE, breyti engu. Atburði sem almenningi í borginni blöskrar og sem felldi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn Reykjavíkur.

Er engu líkara en forstjóri GGE hafi enga tilfinningu fyrir þeirri umræðu sem hefur átt sér í samfélaginu eða sé algerlega ónæmur fyrir gagnrýni.  Auðvitað verður forstjórinn að átta sig á því að hinn meinti ólögmæti eigendafundur í REI 3. október gat varla skuldbundið borgarbúa.  Þeir sem áttu hlut að þeim fundi hafa nú flestir viðurkennt að þar hafi ekki verið staðið rétt að málum og það þurfi að endurskoða málin frá grunni.  Ætlar forstjóri GGE að hunsa þau viðhorf?  Starfar forstjórinn á eigin vegum eða í umboði eigenda?  Væri ekki rétt hjá forstjóranum að taka mið af því sem þeir sem fara með stjórn borgarinnar eru að segja?  Eða eru viðbrögð forstjórans enn eitt dæmið um það sem kalla mætti veruleikafirringu stjórnendanna í REI/GGE-málinu?


Bloggfærslur 19. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband