Undanhaldið hafið

Ríkisútvarpið hefur greint frá því að stjórn Reykjavík Energy Investment hafi ákveðið að öllum starfsmönnum verði nú gefið færi á að kaupa hlut í fyrirtækinu á sama gengi.  Það er augljóst að kaupréttarsamningarnir sem voru gerðir við fyrirmennin þola ekki dagsljósið og því hefur stjórnin ákveðið að hopa.

Undanhaldið í þessu hneykslismáli er hafið.  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ná ekki upp í nefið á sér og vilja bersýnilega ekki bera ábyrgð á því pólitíska drullumalli sem hér er á ferðinni.  Og Björn Bjarnason leggur þeim lið.  Vafalaust munu helstu fjármálagúrúar landsins telja þetta stærsta viðskiptasamning Íslandssögunnar og þeir sem eru bak við tjöldin fagna sigri - það skyldi aldrei fara svo að það verði Pýrrhosarsigur græðgisaflanna sem vilja komast yfir eignir þjóðarinnar fyrir slikk?

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna heldur uppi málstað borgarbúa og landsmanna allra í þessu máli.  Hún hefur fengið geysilega mikinn stuðning hvaðanæva að, langt út fyrir raðir síns eigin flokks.  Fólki blöskrar og það setur nú traust sitt á hana.  Hún stendur sannarlega undir því.  Fyrir utan hneykslið með kaupréttarsamningana var fundurinn sem ákvað sameiningu Reykjavik Energy Investment og Geysir Green Energy kolólöglegur og ákvörðun hans um sameiningu þar með einnig.  Og á það verður látið reyna.  Það er ekki hægt að horfa hnípinn upp á fjármagnseigendur í landinu hirða eignir almennings í þágu eigin gróða.  Nú verður spyrnt við fótum!


mbl.is Finnur fyrir mikilli reiði í samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband