Lokasóknin er hafin - byr í seglum VG

Þessi könnun bendir til þess að mjög mjótt sé á munum milli stjórnar og stjórnarandstöðu.  Það er raunhæfur möguleiki að fella ríkisstjórnina og mynda nýja stjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka.

Öll viðbrögð stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins ganga út á hræðsluáróður þessa síðustu daga.  Þeir telja að ekki sé hægt að mynda hér trausta ríkisstjórn nema undir þeirra eigin forystu.  Þetta er að sjálfsögðu bábylja.  Stjórn sem leggur megináherslu á velferðarmál, umhverfismál, jafnrétti og jöfnuð þarf að taka við af þeirri sem nú situr.  Það verður best tryggt með öflugum stuðningi við Vinstri græn.  Lokasóknin er hafin og það er byr í seglum Vinstri grænna.


mbl.is Samfylking og VG bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband