Glæsilegur sigur - kærar þakkir

Úrslit þingkosninganna eru glæsilegur sigur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.  Flokkurinn nær tvöfaldaði þingmannatölu sína sem er afar sjaldgæft í íslenskri pólitík, svo ekki sé meira sagt. 

VG er því ótvíræður sigurvegari þessara kosninga.  Sjálfstæðisflokkurinn bætir líka við sig og styrkir stöðu sína.  Frjálslyndir halda sínum hlut þrátt fyrir klofninginn í vetur en aðrir flokkar tapa fylgi.  Einkum geldur Framsóknarflokkurinn afhroð.

Persónulega er það mér ánægjuefni að vera kjörinn á Alþingi.  Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllum sem lögðu VG lið í kosningabaráttunni og með atkvæði sínu á kjördag fyrir stuðninginn.  Við munum öll leggja okkur fram um að standa undir því trausti og þeim væntingum sem til okkar eru gerðar.


Bloggfærslur 14. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband