Ingibjörg getur enn orðið forsætisráðherra

Nú þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er sprungin á limminu kemur upp nú staða. Það eru allar forsendur til að mynda velferðar- og félagshyggjustjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks. Vinstri græn og Framsóknarflokkur eru sammála um að leggja til við forseta Íslands að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái umboð til stjórnarmyndunar og myndi stjórn þessara þriggja flokka.

Reynt hefur verið að halda því fram að tortryggni milli VG og Framsóknar kæmi í veg fyrir samstarf þeirra í ríkisstjórn. Þetta er vitaskuld alrangt. Vinstri græn hafa ALDREI hafnað þeim kosti, enda þótt málefnaágreiningur hafi verið milli flokkanna á liðnum árum, rétt eins og milli Framsóknar og Samfylkingar. En við stjórnarmyndun horfa menn til framtíðar og slá striki yfir hið liðna - nema hvað?

Nú er einungis spurning hvort Ingibjörg Sólrún Gísladóttir veldur félögum sínum á trúnó.is vonbrigðum og bendir á karlinn Geir Hilmar Haarde til að mynda næstu ríkisstjórn. Hver mun nú klúðra hinu sögulega tækifæri? Jafnaðar- og félagshyggjufólk í flokkunum þremur hlýtur að hvetja til þess að mynduð verði öflug velferðar- og félagshyggjustjórn fremur en ríkisstjórn sem mun eiga allt sitt undir fjármálaöflunum í landinu, eins konar baugsstjórn. Það er augljóst að Samfylkingin á næsta leik - við hvern liggja skyldur hennar og trúnaður?


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband