Geir Hilmar Haarde - talsmaður Samfylkingarinnar

Forseti Íslands fór þá óvenjulegu leið, og svoldið á skjön við lýðræðislegar hefðir, að fela formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar - án þess að ræða við kjörna fulltrúa annarra flokka. 

Forsetar hafa í gegnum tíðina rætt við formenn allra flokka, enda sjálfsögð lýðræðisleg kurteisi af þjóðkjörnum þjóðhöfðingja að sýna öllum stjórnmálaflokkum tilhlýðilega virðingu.  Að öðrum kosti verður hann varla talinn forseti allra landsmanna.  En allt um það.

Kjarni málsins er sá að forseti taldi ekki nauðsynlegt að heyra sjónarmið annarra en Geirs Hilmars Haarde, enda hafði komið fram í fjölmiðlum að hann væri talsmaður bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.  Þannig leggst lítið fyrir þá stuðningsmenn Samfylkingar sem vildu að nú yrði tækifærið gripið og kona yrði forsætisráðherra.  Það tækifæri er að vísu enn í boði ef Samfylkingin sér að sér og rifjar upp til hvers hún var stofnuð.  Að öðrum kosti verður ekki séð annað en að hún hafi gert Geir Haarde að talsmanni sínum.


mbl.is Steingrímur: Ingibjörg hefur afsalað sér umboðinu til stjórnarmyndunarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhrifa Baugsveldisins gætir strax

Nú kemur í ljós að samkomulag hefur orðið um að embætti ríkissaksóknara verður auglýst aftur um næstu áramót.  Það er greinilegt að Jón H. B. Snorrason á ekki pallborðið hjá nýju ríkisstjórnarflokkunum enda var hann höfuðandstæðingur Baugsveldisins í málaferlunum frægu.  Víða liggja þræðir svo ekki sé meira sagt.
mbl.is Embætti ríkissaksóknara auglýst á ný síðar á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband