Neitunarvald forsetans

Í umræðunni um endurskoðun stjórnarskrárinnar var mikið rætt um neitunar- eða synjunarvald forseta Íslands.  Kom það einkum til af því að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar á sínum tíma og olli mikilli reiði meðal forystumanna ríkisstjórnarinnar.

Flokkarnir hafa mismunandi afstöðu til þessa máls.  Í glænýrri landsfundar samþykkt Sjálfstæðisflokksins stendur þetta um synjunarvald forsetans: 

Í því sambandi telur landsfundur óhjákvæmilegt að ákvæði 26. gr. um synjunarvald forseta verði fellt úr gildi.

Þetta viðhorf hefur síður en svo átt upp á pallborðið hjá Samfylkingunni og örugglega ekki hjá forsetanum sjálfum.  Verður fróðlegt að sjá hvað tilvonandi stjórnarsáttmáli hefur upp á að bjóða í stjórnarskrármálum og lýðræðismálum.


Bloggfærslur 21. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband