Lóðaríið í Úlfarsárdal

Á fundi borgarráðs í dag lagði ég fram fyrirspurn í framhaldi af tillögum meirihlutans um lóðaúthlutanir í Úlfarsárdal.  Vinstri græn vilja að lóðum sé úthlutað á föstu verði og lóðaverði verði haldið í lágmarki.  Hins vegar teljum við upphæðirnar orka tvímælis og ennfremur að íbúar hverfisins eigi sérstaklega að greiða kostnað við byggingu skóla, leikskóla, íþróttasvæða o.s.frv. í stað þess að sá kostnaður sé greiddur af almennum skatttekjum borgarinnar eins og annars staðar.  Í þessu getur falist mismunun.

  1. Hvaða forsendur liggja að baki lóðaverðinu?
  2. Hvernig samrýmist lóðaverðið ákvæðum laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjöld, einkum 4. og 10. gr.?
  3. Hver er kostnaður borgarinnar við gatnagerð í hverfinu og hvernig standa tekjur af lóðaúthlutun undir þeim kostnaði?
  4. Hver eru gatnagerðargjöld/lóðaverð við úthlutun í nágrannasveitarfélögum og að hvaða leyti eru þær reglur sem nú eru lagðar til, frábrugðnar þeim reglur sem þar gilda og þeim reglum sem gilt hafa í Reykjavík?
  5. Í frétt frá borgaryfirvöldum kemur fram að héðan í frá er fyrirhugað að úthluta 1000 íbúðum í nýjum hverfum og 500 í eldri hverfum árlega.  Óskað er eftir sundurliðun á þessum áformum, skipt á einstök svæði og ár.
Svör munu væntanlega koma í borgarráði nk. fimmtudag.

Bloggfærslur 3. maí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband