Frábær menningarhátíð í Munaðarnesi

Í gær skrapp ég í Munaðarnes á menningarhátíð BSRB.  Við Ragnar sonur minn fórum saman, hann varð svo eftir í Borgarfirðinum. 

Menningarhátíðin var fín, Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur las úr verkum sínum, stöllurnar Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir léku nokkur lög og síðan var opnuð myndlistarsýning Guðbjargar Hákonardóttur, Guggu.  Umfjöllun um hátíðina má lesa í Skessuhorninu.

Í máli Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, kom fram að menningarhátíð í Munaðarnesi á sér 20 ára langa sögu.  Þetta er vissulega lofsvert framtak sem auðgar mannlíf og samfélag.  Húsfyllir var í þjónustumiðstöðinni og listafólkið fékk allt prýðilegar viðtökur.

BSRB fær hrós fyrir frábæra stund í Munaðarnesi.


Bloggfærslur 10. júní 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband