Fær leið

Hugmyndir Þórólfs Matthíassonar prófessors í hagfræði, um að við tökum upp norskar krónur, er athyglisverð.  Hún er að vísu ekki alveg ný af nálinni og hefur verið sett fram áður á undanförnum mánuðum.  En hún fær nú aukinn þunga þegar hagfræðiprófessor viðrar hana nú þegar við erum í miðjum öldudal bankakreppunnar.

Mörgum hættir til að gera íslensku krónuna að blóraböggli og gefa jafnvel í skyn að við hefðum aldrei lent í þeim hremmingum sem við glímum nú við ef við hefðum haft annan gjaldmiðil, t.d. evru.  Það verður að vísu ekki séð að útrásarvíkingarnir og spákaupmennirnir hefðu hagað sér öðruvísi þótt gjaldmiðillinn hefði verið annar, að mönnum hefði ekki tekist að skuldbinda íslenska þjóð með öðrum gjaldmiðli.  Miklu fremur er íslenska krónan fórnarlamb í þessu umróti öllu.

Á hitt verður að líta að það er rétt að íslenska krónan er afar smár gjaldmiðill með lítið hagkerfi á bak við sig.  Þess vegna er ekki óeðlilegt að því sé velt upp hvort við eigum aðrar leiðir færar í gjaldmiðilsmálum til framtíðar en íslenska krónu.  Veruleg rök mæla þó með því að við notumst við íslenska krónu áfram meðan við erum að koma okkur út úr mesta óveðrinu, m.a. til að styrkja stöðu útflutningsatvinnugreinanna og ferðaþjónustu, og um leið til að draga úr einkaneyslu og viðskiptahalla.

En þegar fram í sækir getur verið nauðsynlegt að við ræðum fordómalaust um framtíðarskipan gjaldmiðilsmála.  Þar eru hugmyndir prófessors Þórólfs eðlilegt innlegg.  Staðreyndin er sú að norskt atvinnulíf er að mörgu leyti mun líkara því íslenska en atvinnulíf evrusvæðisins.  Norska krónan stendur styrkum fótum og hefur öflugt hagkerfi á bak við sig.  Vel mætti hugsa sér að leitað yrði til Norðmanna strax um gjaldmiðilssamstarf, t.d. með því að binda íslensku krónuna þeirri norsku, en slíkt samstarf mætti svo þróa áfram yfir í einn sameiginlegan gjaldmiðil.  Engin ástæða er til að ætla annað en að Norðmenn væru reiðubúnir til að skoða þessa leið með okkur Íslendingum á jákvæðan hátt.


mbl.is Vill norsku krónuna inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband