Ekki bend'á mig!

Hvað er hvers og hvers er hvað og hvernig á að vita það?

Nú keppast ráðamenn og embættismenn við að benda hver á annan.  Enginn vill axla ábyrgð á bankahruninu og efnahagskreppunni sem fylgdi í kjölfarið.  Seðlabankinn bendir á bankana, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnina.  Fjármálaeftirlitið bendir á Seðlabankann, bankana og stjórnvöld.  Ríkisstjórnin bendir á Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið (þ.e.a.s. Samfylkingin bendir á Seðlabankann og Sjálfstæðisflokkur á Fjármálaeftirlitið - takið eftir að flokkarnir passa hvor upp á sitt lið!).

Farsinn er fullkominn.  Einu afsagnirnar koma úr röðum Framsóknarflokksins.  Og situr þó enn sem fastast bankamálaráðherra þess flokks sem einkavæddi bankana.  Alls kyns glósur ganga á milli stjórnarflokkanna og einstakra ráðherra.  Jafnvel iðnaðarráðherra segir að það sé "mikill ábyrgðarhluti" af ríkisstjórninni og forystu hennar að halda áfram störfum með óbreytta stjórn í Seðlabankanum.  Þessi ráðherra hlýtur annað hvort að knýja fram brottrekstur Seðlabankastjóra, ella segja af sér sjálfur til að forðast að burðast með þessa miklu ábyrgð til langrar framtíðar.

Vitaskuld bera allir þeir aðilar sem að málum hafa komið mikla ábyrgð.  Stjórnendur bankanna sjálfra, stofnanir eins og Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið og síðast en ekki síst ríkisstjórnin sjálf.  Henni mátti vera ljóst hvert stefndi og hún bar ábyrgð á því að gripið yrði til nauðsynlegra ráðstafana til að forðast afleiðingar bankahruns.  Það var ekki gert, a.m.k. ekki tímanlega.  Þess vegna er mikilvægt að allir þessr aðilar axli ábyrgð.  Bankarnir hafa verið ríkisvæddir og settar yfir þá nýjar stjórnir, hið sama þarf að gera við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið (e.t.v. með samruna þessara stofnana) og svo þarf nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda. 

Þess vegna er að verða æ brýnna að gengið verði til kosninga sem fyrst svo þjóðin geti tekið ákvörðun um það í hvaða átt verður haldið við uppbyggingu og endurreisn íslensks samfélags.


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband