"Fólkið fyrst" segir Sólrun, og fólkið vill kosningar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á flokksstjórnarfundi nú í dag að fyrst kæmi fólkið, flokkurinn svo.  Þess vegna getur hún ómögulega komist að þeirri niðurstöðu að það eigi ekki að kjósa fljótlega, því það er einmitt það sem fólkið vill.  Hefur forysta Samfylkingarinnar ekki hlustað á raddir landsmanna?

Líklega er þó sá ásetningur forystunnar að ríghalda íhaldinu við völd, það sem kemur í veg fyrir kosningar nú.  Það er sem sagt flokkurinn fyrst, fólkið svo. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn fyrst!

Svo er býsnast út í Vinstri græn og Seðlabankann.  Og kvartað yfir því að VG vilji ekki skitpa um stjórnendur í Seðlabankanum.  Þetta er auðvitað mikill misskilningur.  Vinstri græn vilja einmitt skipta um stjórnendur í Seðlabankanum, en líka í Fjármálaeftirliti, bönkunum sjálfum og í ríkisstjórninni.  En það vilja stjórnarflokkarnir auðvitað ekki.  Og það eru þeir sem hafa völdin og ráðin í hendi sér.  Það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin sem halda Davíð Oddssyni í vinnu sem Seðlabankastjóra.

Síðan eru það Evrópumálin.  Aðild að ESB og upptaka evru er eina bjargræðið í huga margra í Samfylkingunni.  Og lýst er eftir stefnu VG um leið og því er fagnað að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætli hugsanlega að skoða málin.  Stefna Vinstri grænna er skýr í tengslum við Evrópusambandið líkt og stefna Samfylkingar.  En hefur það farið fram hjá forystu Samfylkingar að á vegum VG hefur allt þetta ár verið starfandi Evrópunefnd undir forystu varaformannsins, Katrínar Jakobsdóttur?  Á þeim vettvangi er einmitt verið að skoða alla helstu þætti Evrópumálanna, þmt. gjaldmiðilsmálin.  Og Vinstrihreyfingin - grænt framboð er flokkur sem talar fyrir auknu beinu lýðræði og það er því dagljóst í okkar huga að spurningin um tengsl Íslands við Evrópusambandið verður ráðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef formanni Samfylkingarinnar er raunverulega annt um hagsmuni þjóðarinnar þá myndi hún hlusta á boðskapinn sem ómar um allt land, á fundum og mannamótum: kosningar og nýja ríkisstjórn.  Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á efnahagshruninu er öllum ljós, ábyrgð þeirra sem halda honum við völd eykst dag frá degi.


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband