Óskemmtileg lífsreynsla

Heldur var hún óskemmtileg lífsreynslan sem við fjölskyldan urðum fyrir á laugardag þegar við vorum á leið í Borgarfjörðinn.  Þar komum við að umferðarslysi þar sem fólksbíll hafði oltið út fyrir veg og var á hvolfi og 2-3 aðrir bílar höfðu staðnæmst út við vegarkant til að huga að slösuðum.  Aðeins hægðum við ferðina til að sjá hvort þörf væri á aðstoð og skipti þá engum togum að stór pick-up bill skall af miklum krafti aftan á okkur.  Bill sem kom þar á eftir forðaði sér út af og lenti í snjóskafli og varð það honum til happs.  Ekki urðu alvarleg slys á fólki en þó eru eymsli í baki og hálsi að hrjá mannskapinn.  Bíllinn er mikið skemmdur og var hann fluttur af vettvangi á vörubíl en lögreglan flutti okkur á heilsugæslustöðina í Borgarnesi.  Gistum á hótel Hamri rétt við Borgarnes og komum svo heim í gær, reynslunni ríkari.


Bloggfærslur 11. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband