Bandaríkin viðurkenna ómannúðlegar pyntingar

Yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar hefur viðurkennt að Bandaríkin hafi notað ómannúðlegar aðferðir við að knýja fram játningar hjá meintum hryðjuverkamönnum.  Aðferðir sem eru skýlaust brot á alþjóðasamningum. Þær aðferðir sem Bandaríkjamenn hafa viðhaft í fangabúðunum í Guantanamo eru algerlega óréttlætanlegar. Ekki eru nema 2-3 vikur síðan dómsmálaráðherra Bandaríkjanna þvertók fyrir, í bréfi til Bandaríkjaþings, að slíkar pyntingar væru stundaðar.

Það hlýtur að vekja upp spurninguna um það hvort yfirlýsingar bandarískra stjórnvalda séu yfirleitt trúverðugar, hvort það sé yfirleitt hægt að reiða sig á þau svör sem stjórnvöld gefa meðal annars fyrir bandaríska þinginu.  Þannig má segja að jafnvel þótt því sé haldið fram núna að þessar aðferðir hafi ekki verið notaðar undanfarin fimm ár og aðeins á þremur föngum þá er full ástæðu til að tortryggja þær yfirlýsingar þegar það liggur fyrir að að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna sagði þinginu ósatt fyrir örfáum vikum síðan um þetta sama mál.

Bandaríkin eru því miður ótrúverðug sem brjóstvörn lýðræðis og mannréttinda sem þau þó telja sig vera og hafa um langt skeið verið fyrirmynd margra, ekki bara um hinn vestræna heim heldur annars staðar einnig. Ísland vill vera í fararbroddi í mannréttindamálum og baráttan fyrir mannréttindum og lýðræði er einmitt eitt af meginmarkmiðum Íslands í framboði þess til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.  Alþingi Íslendinga á því að láta þessi mál til sín taka með því að utanríkismálanefnd Alþingis ljúki umfjöllun um þingsályktunartillögu okkar Vinstri grænna um að fordæma mannréttindabrot í Guantanamo og sem þingmenn allra flokka hafa lýst stuðningi við.  s

En ég hlýt líka að velta því upp hvort utanríkisráðherra eigi ekki að kalla sendiherra Bandaríkjanna hér á landi á sinn fund og mótmæla þessu framferði og lýsa vanþóknun Íslendinga á framferði Bandaríkjanna.


Bloggfærslur 7. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband