8.2.2008 | 19:57
Hver er maðurinn - úti í bæ?
REI-málið er að verða að einum allsherjar farsa. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir að hann hafi ráðfært sig við borgarlögmaður en hann tali náttúrulega ekki við "lögfræðinga úti í bæ" eins og hann komst að orði í Kastljósi í gær.
Í dag kemur yfirlýsing frá oddvitanum um að hann hafi átt við "fyrrverandi" borgarlögmann. Og hver skyldi það vera? Verður ekki að upplýsa um það? Mér segir svo hugur um að hér sé átt við Hjörleif B. Kvaran, sem var borgarlögmaður til ársins 2003. Varla hélt oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kastljósi í gær að hann væri enn borgarlögmaður, 5 árum eftir að hann hætti?
Sé tilgáta mín rétt, að oddvitinn hafi leitað til Hjörleifs B. Kvaran í október sl., þá vill svo til að sami Hjörleifur var og er starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og var væntanlega helsti lögfræðilegur ráðgjafi oddvita Sjálfstæðisflokksins og þáverandi borgarstjóra á hinum umdeilda og örlagaríka eigendafundi í Orkuveitunni í október.
Allur er þessi farsi orðinn grátlegur og hann getur bara endað á einn veg.
![]() |
Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |