21.3.2008 | 11:14
Danskir fjölmiðlar ala á kynþáttafordómum
Hið hörmulega morð á ungum blaðburðardreng í Kaupmannahöfn vekur viðbjóð. Þrír ungir piltar, danskir í húð og hár ef marka má fréttir, ráðast að 16 ára gömlum dreng af tyrknesku bergi og berja hann til ólífis í fullkomnu tilgangsleysi.
Svo láta menn eins og helsta ógnin stafi af öfgafullum íslamistum. Danskir fjölmiðlar hella olíu á eld með því að ögra múslímum með tilgangslausum spaugmyndum af trúartákni þeirra. En gæta þess ekki að um leið kynda þeir undir ólgu meðal kynþáttaöfgamanna í röðum þeirra sjálfra í garð fólks með annan bakgrunn. Ábyrgð þeirra er mikil og misskilin barátta þeirra fyrir "prentfrelsi" getur hæglega tekið sinn toll.
Svo hefur verið vakin athygli á því hér í athugasemdum við þessa frétt að danskir fjölmiðlar hafi ekki getið þess sérstaklega að árásarmennirnir væru danskir en kynþáttar sé hins vegar oftast getið þegar ofbeldismenn eru innflytjendur. Með framgöngu sinni ala danskir fjölmiðlar á kynþáttaformdómum sem hæglega geta leitt til vaxandi ofbeldis. Það er víti til að varast.
![]() |
Blaðburðardrengur myrtur í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |