Geir H. Haarde er ónauðsynlegur - í stóli forsætisráðherra

Forsætisráðherra segir úrskurð umhverfisráðherra um heildstætt mat á umhverfisáhrifum álvers á Bakka hafa verið ónauðsynlegan.  Þegar sami umhverfisráðherra úrskurðaði á annan veg í tengslum við annað verkefni, var allt í himna lagi að mati sama forsætisráðherra.  Stjórnsýslan á sem sagt að fara að duttlungum forsætisráðherrans.

Pólitískur forystumaður sem hefur þetta viðhorf hefur ekkert að gera í stóli forsætisráðherra á 21. öldinni.  Þetta viðhorf heyrir til liðinni öld.  Forsætisráðherra sem vill ekki að lög um mat á umhverfisáhrifum séu virt, forsætisráðherra sem vill ekki huga að hagsmunum umhverfis og náttúru og komandi kynslóða hefur ekkert að gera í ríkisstjórn.  Ekkert frekar en flokkur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur nú setið við ríkisstjórnarborðið í 17 ár og lætur eins og hann eigi þar allt og megi öllu haga að eigin geðþótta.

Formaður Sjálfstæðisflokksins gerist einnig talsmaður Samfylkingarinnar, eða amk. margra innan hennar, að eigin sögn.  En var ekki stefna Samfylkingarinnar að ljúka við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og meta í kjölfarið í hvaða virkjanir yrði ráðist og hverjar ekki?  Er Sjálfstæðisflokkurinn andvígur því?  Eru kannski giska margir forystumenn Samfylkingarinnar andvígur eigin stefnu?  Er forsætisráðherra (og fyrrverandi utanríkisráðherra), andvígur alþjóðlegum skuldbindingum Íslands í umhverfismálum?

Er nema von að spurt sé.  Fáheyrð viðbrögð forsætisráðherra eru enn eitt dæmið um að Sjálfstæðisflokkurinn er kominn í þrot.  Ástandið í ríkisstjórnarliði hans og þingflokki er lítið skárra en í borgarstjórnarflokknum.  Hann á að fara frá völdum, hans tími er liðinn.


mbl.is Úrskurðurinn ónauðsynlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband