Má biðja um gamla stefið?

Ég er einn þeirra fjölmörgu sem vilja gjarnan halda í það sem gott er - jafnvel þótt það sé komið til ára sinna!  Það á við um fréttastef Ríkisútvarpsins.

Þess vegna get ég tekið undir með þeim sem að undanförnu hafa skrifað pistla um fréttastefið og vinsamlegast beðið fréttastjórann, Óðin Víking, um að koma með gamla stefið aftur.  Það var engin þörf að breyta.

Og ég leyfi mér að hafa þessa skoðun, jafnvel þótt ég eigi þá á hættu að verða kallaður "gamaldags" og "sveitó", því áreiðanlega telja hugmyndasmiðir nýja stefsins það vera "nútímalegt" og "eiga vel við á nýrri öld" o.s.frv.  Það verður bara að hafa það, gamla stefið er bara svo miklu betra og "fréttalegra".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nákvæmlega - þetta er ekki fréttalegt stef. Hefur einhvernveginn hvorki upphaf né endi. Liðast áfram algjörlega átakalaust og fjarar út áður án þess að maður átti sig á því að eitthvað komi í framhaldinu. Ekki nógu gott.

Björn Valur

Björn Valur (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 16:36

2 identicon

Þetta nýja stef er svo náttúrulaust að það dregur engan að útvarpi til að hlusta. 

Ef fréttastofan segist ætla að verða "nútímalegri" þá ættu fréttamenna að snúa sér að fréttamennskunni sjálfri. Þar á bæ þurfa menn á stundum að temja sér önnur efnistök og annað fréttamat en nú er gert

GJA

GJA (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 17:33

3 identicon

Sammála, þetta er hol hljóð "ekkert í vændum"!!!

Stefán (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 20:25

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég styð þá barráttu um að fá gamla góða stefið aftur. það er fréttastefið. 

Fannar frá Rifi, 6.2.2007 kl. 20:47

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á sínum tíma átti að leggja þjóðsöng Sovétríkjanna sálugu af eftir fall þeirra svo ekkert eimdi eftir af þeim. En það var ekki hægt. Nýi þjóðsöngurinn var svo miklu lakari.

Gamli þjóðsöngurinn, einn sá flottasti í heiminum, var því tekinn upp aftur. Á tímum Sigurrósar finnst mér fráleitt að henda fréttastefi sem var ólíkt öllum öðrum fréttastefjum í heiminu, svo rammíslenskt, að það var orðið þjóðartákn.

Fréttir verða ekkert nýrri vegna fréttastefsins. Innihald fréttanna og framsetning er annað hvort nýtt eða gamalt.

Ómar Ragnarsson, 6.2.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband