12.2.2007 | 10:13
Vinstriflokkarnir með meirihluta
Skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gærmorgun, sýnir að Vinstri græn og Samfylkingin hafa saman meirihluta og gætu myndað ríkisstjórn. Þetta eru vissulega ánægjuleg tíðindi. Könnunin sýnir að það er mögulegt að skipta algerlega um stjórnarstefnu, leiða umhverfissjónarmið, velferð, jafnrétti og sjálfstæða utanríkisstefnu til öndvegis í íslenskum stjórnmálum.
Nú reynir á að stjórnarandstöðuflokkarnir, og þá einkum Samfylking og Vinstri græn, snúi bökum saman og setjið markið á hreinan meirihluta á Alþingi í kosningunum 12. maí nk. Samstjórn þessara tveggja flokka myndi marka tímamót í íslenskri stjórnmálasögu. Það verður spennandi að sjá í næstu könnunum hvort þessi þróun nær að festa sig í sessi allt fram á kjördag. Það óskandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Forval VG
- Við styðjum Árna Þór Stuðningshópur Árna Þórs á Facebook
- Ganga í VG Inntökubeiðni í Vinstri græna
- Andrés Ingi Jónsson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Árni Haraldsson
- Brynja Björg Halldórsdóttir
- Davíð Stefánsson Frambjóðandi í forvali VG
- Gunnar Sigurðsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Kjartan Jónsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Kristján Ketill Stefánsson
- Paul F. Nikolov
- Vilhjálmur Árnason
Vinstri græn
Síður félaganna í Vinstri grænum
- Audun Lysbakken's blogg Audun Lysbakken er varaformaður Sosialistisk venstreparti í Noregi
- Ögmundur Jónasson
- Hlynur Hallsson
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Svandís Svavarsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Sóley Tómasdóttir
- Ásmundur Einar Daðason Þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi
Þingmál ÁÞS
Þingmál sem ég hef lagt fram á Alþingi, ýmist sem fyrsti flutningsmaður eða í félagi við aðra þingmenn.
- Markaðsvæðing samfélagsþjónustu Þingsályktunartillaga, ÖJ o.fl.
- Brottfall vatnalaga Frumvarp, SJS o.fl.
- Rannsóknir og sjálfbær nýting jarðhitasvæða Þingsályktunartillaga, ÁI o.fl.
- Almenningssamgöngur (endurgr. virðisaukaskatts og olíugjalds) Frumvarp, ÁI og ÁÞS
- Umferðarlög (forgangsakreinar strætisvagna) Frumvarp, SVÓ o.fl.
- Íslenskukennsla fyrir innflytjendur Þingsályktunartillaga, KJ o.fl.
- Húsafriðun (aldursákvæði og hverfisvernd) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Raforkulög (aðgengilegir orkusölusamningar) Frumvarp, SJS o.fl.
- Friðlandið í Þjórsárverum og verndun Þjórsár Þingsályktunartillaga, KH o.fl.
- Réttindi og staða líffæragjafa Þingsályktunartillaga, SF o.fl.
- Áhættumat vegna virkjana í Þjórsá Þingsályktunartillaga, AG o.fl.
- Framhaldsskólar (afnám innritunar- og efnisgjalda) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Heildararðsemi stóriðjuframkvæmda Þingsályktunartillaga, SJS o.fl.
- Friðlýsing Jökulsánna í Skagafirði Þingsályktunartillaga, JB o.fl.
- Loftslagsráð Þingsályktunartillaga, KH o.fl.
- Sveitarstjórnarlög (áheyrnarfulltrúar) Frumvarp, ÁÞS og KH
- Sala eigna ríkisins í Hvalfirði Fyrirspurn til fjármálaráðherra, ÁÞS
- Sala eigna ríkisins í Hvalfirði Svar fjármálaráðherra
- Samningar, viljayfirlýsingar og fyrirheit ráðherra Skýrslubeiðni til forsætisráðherra, JB o.fl.
- Mannréttindabrot og fangabúðir í Guantanamo Þingsályktunartillaga, KJ o.fl.
- Kostnaður við Kárahnjúkavirkjun Skýrslubeiðni til iðnaðarráðherra, ÁI o.fl.
- Sáttmáli SÞ um réttindi fatlaðra Fyrirspurn til félagsmálaráðherra, ÁÞS
- Kosningalög (áheyrnarfulltrúar í kjörstjórnum) Frumvarp, ÁÞS o.fl.
- Stjórnunarkostnaður RÚV Fyrirspurn til menntamálaráðherra, ÁÞS
Færsluflokkar
Bloggvinir
- malacai
- almal
- aring
- annaed
- annapala
- attilla
- skarfur
- birgitta
- bjarkey
- bjarnihardar
- brell
- bleikaeldingin
- bardurih
- charliekart
- danielhaukur
- davidlogi
- silfrid
- egillrunar
- ekg
- esv
- einarolafsson
- elinsig
- jarlinn
- feministi
- vglilja
- mosi
- gudrunfanney1
- guru
- halldorbaldursson
- kiddih
- hallgri
- hallurmagg
- hannesjonsson
- heida
- helgasigrun
- thjodviljinn
- hehau
- 730
- hilmarb
- hlynurh
- hvitiriddarinn
- ingibjorgelsa
- ingolfurasgeirjohannesson
- ingo
- hansen
- jonthorolafsson
- killerjoe
- margretsverris
- mortenl
- paul
- pallvil
- hux
- ragnarna
- salvor
- sigfus
- msigurjon
- siggikaiser
- siggisig
- safi
- snorrason
- stebbifr
- fletcher
- baddinn
- steingrimurolafsson
- steinibriem
- manzana
- kosningar
- smn
- saedis
- soley
- tidarandinn
- ugla
- vefritid
- vestfirdir
- arh
- astamoller
- id
- olafurfa
- tolliagustar
- thorsteinnerlingsson
- arniharaldsson
- hilmardui
- jakobjonsson
- olafur-thor
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvenær ætla félagsmenn flokkanna að fara að ræða hvað þeir ætli að bjóða okkur uppá EFTIR kosningar? Er verið að fara að kjósa um skoðanakannanir í þessum blessuðu kosningum? Er ekki kominn tími til að huga að því hreinlega að banna þennan fjanda mánuði fyrir kosningar svo einhver vitleg umræða um eitthyvað annað en árans skoðanakannanrir sé eilíflega það eina sem rætt er um? Það er ekki verið að kjósa um skoðanakannanir. Lýsi eftir málefnalegri umræðu af hálfu þeirra sem ætla sér þingsæti í komandi koningum takk fyrir.
Halldór Egill Guðnason, 12.2.2007 kl. 12:58
Margir eru farnir að gleðjast yfir því að Framsókn líði undir lok en þetta hefur valdið mikilli Þórðargleði á vinstri væng stjórnmálanna. Þetta fylgistap Framsóknar er vegna skipulagðar eineltisstefnu vinstrifólks á hendur Framsókn.
En gleðjist ekki of snemma. Þrátt fyrir að Sovétríkin hafi liðið undir lok og að Saddam Hussain hafi verið hrakinn frá stjórnvölinum í Írak, þá varð heimurinn ekkert betri eftir á. Vinstrimenn geta ekki vonast eftir því að þeir Framsóknarmenn sem ekki hafa neinn flokk til að styðja þegar Framsókn líður undir lok, styðji vinstri öflin - síður en svo!
Ísland stjórnað af vinstriflokkum er ekkert spennandi staður að búa í. Ójöfnuður milli landshluta mun aukast mikið þegar allar framkvæmdir fyrir utan Höfuðborgarsvæðið verða bannaðar. Fólksflótti mun aukast af landsbyggðinni til Höfuðborgarsvæðisins þar sem að þetta flóttafólk mun verða hrúgað í blokkir í gettóhverfum Höfuðborgarsvæðisins. Ísland verður lagskipt þar sem að mikið ríkidæmi mun vera á Höfuðborgarsvæðinu og fátækt og fábreytni á landsbyggðinni. Skattar munu aukast og hækka til að borga fyrir boðaða velferð vinstriflokkanna. Verðbólga og atvinnuleysi mun aukast.
Kjósendur góðir; Verið varkár - varist vinstri slysin!
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:39
Þetta eru ánægjuleg tíðindi og nú verða þessir flokkar að snúa bökum saman og sýna fram á að þetta sé raunhæfur möguleiki. Frjálslyndi flokkurinn þarf helst að minnka niður í ekki neitt. Það þarf að gera kjósendum það ljóst að Frjálslyndi flokkurinn er tækifærisinnaður flokkur sem ekkert er hægt að treysta á. Og mesti tækifærisinnin á þingi í dag er Magnús Þór Hafsteinsson, sem ætti að fá sér aðra vinnu.
Siggi (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 18:09
Guð hjálpi okkur ef á að fara að mynda vinstri regnbogastjórn til að stjórna íslenska ríkinu. R-listinn í Rvík sýndi okkur svo ekki verður um villst að vinstri menn eru óhæfir til ábyrgðarstarfa, sérstaklega ef Ingibjörg Sólrún á að stýra skútunni. Við skulum ekki horfa framhjá því að hún nýtur ekki mikinn stuðnings.
Annars finnst mér ótrúleg staðreynd að vinstri vængurinn skuli ekki hafa haft meiri slagkraft en raun ber vitni til að gagnrýna ríkjandi stjórn þegar horft er á verðbólguna og almennt okur.
Höggpúðinn hefur sveiflast fyrir framan nefið á ykkur en þið hafið ekki komist að samkomulagi hvernig best er að kýla í hann, þess í stað rífist þið innanborðs um hver á að kýla næst.
Hver er stefna vinstri flokkana varðandi skyldu-verðtrygginguna á neyslulánun sem er að mínu mati brot á mannréttindum?? Hvernig væri að ræða frekar um þessi mál heldur en að berjast með kjafti og klóm um urð og grjót út í buskanum sem enginn hafði séð eða vissi um?
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.