Furðuleg frétt Moggans

Þessi frétt Moggans vekur nokkra furðu.  Er engu líkara en blaðið telji að nú hafi það loks komist í feitt og um leið orðið að hálfgerðri "gulri" pressu.

Nú verð ég að viðurkenna að ég átti ekki sæti í umhverfisráði Reykjavíkur fyrr en haustið 2005, svo þetta tímabil þekki ég ekki.  En hitt veit ég að Reykjavíkurborg hefur um langt skeið verið til fyrirmyndar í loftgæðamálum, með mælingum og aðgerðum, upplýsingum og fræðslu.  Hafa raunar fáir aðilar gengið jafn vasklega fram í þessu efni, en oftar en ekki hefur borgin mætt einskonar "þöggunarvegg", því sjaldnast hafa fjölmiðlar sýnt því áhuga að taka á með borginni í þeim tilgangi að draga úr loftmengun. 

Ég er sannfærður um að umhverfissvið og núverandi formaður umhverfisráðs, Gísli Marteinn Baldursson, munu staðfesta að borgin hafi verið í fararbroddi um aðgerðir til að draga úr svifryksmengun.  Hinu má svo ekki gleyma að mengun frá samgöngum er einn helsti umhverfisvandi Reykvíkinga og hann verður ekki leystur svo neinu nemi, nema með minni einkabílaumferð og meiri almenningssamgöngum.  Það er viðfangsefni stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaganna hér á höfuðborgarsvæðinu, að takast á við það.  Ný samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar tekur því miður með engum hætti á þessum þætti, og mætti Morgunblaðið gjarnan gerast liðsmaður í þeirri baráttu.


mbl.is Borgin hirti ekki um mengun við leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband