Samgöngustefna í borgarstjórn

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti nú síðdegis samgöngustefnu fyrir Reykjavík.  Framtíðarsýn stefnunnar er að  Reykjavík verði borg sem tryggir greiðar og öruggar samgöngur fyrir alla er jafnframt stuðla að bættu umhverfi, góðri heilsu og aðlaðandi borgarbrag. 

Hlutverk samgöngustefnunnar er þríþætt: 

  • Að tryggja greiðar samgöngur án þess að ganga á verðmæti svo sem umhverfi, heilsu og borgarbrag
  • Að uppfylla fjölbreyttar ferðaþarfir borgarbúa á jafnréttisgrundvelli
  • Að stuðla að fullnýtingu samgöngukerfa borgarinnar
Samgöngustefnunni er einnig ætlað að standa vörð um þrjú megingildi - Umhverfi, heilsu og borgarbrag. Þetta er í raun ný nálgun á samgöngumálin, en vaxandi umræða hefur verið í samfélaginu að undanförnu um tengsl samgangna og umhverfis.  Neikvæð áhrif samgangna er eitt veigamesta umhverfisvandamálið í Reykjavík eins og í mörgum öðrum borgum.  Ennfremur hefur umræða um tengsl samgangna og almennrar  lýðheilsu vaxið mjög í löndunum í kringum okkur en er rétt að byrja hér á landi. Samstaða er milli meirihlutaflokkanna í borgarstjórn um þessa stefnumörkun.  Sjálfstæðismenn sátu hjá við afgreiðsluna og kusu að hengja sig sérstaklega í hugmyndir í framkvæmdaáætlun um gjaldtöku á bílastæðum, sem þó er ekki meðal þess sem hin samþykkta samgöngustefna tekur á.  Þetta er kannski besta dæmið um að Sjálfstæðisflokkurinn, sem enn er stærsti flokkur þjóðarinnar, tekur ekki ábyrgð í umhverfismálum.  Það er dapurlegt en jafnframt gott fyrir borgarbúa að vita að það er Sjálfstæðisflokknum mikilvægara að taka gjöld af leikskólabörnum en bílum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband