Hvað gengur borgarstjóra til?

Þessi frétt vekur vissulega athygli.  Hvað gengur borgarstjóra til að blanda sér í það hvað Skógræktarfélag Reykjavíkur tekur sér fyrir hendur?  Hefur Skógræktarfélagið verið beitt þvingunum af hálfu borgaryfirvalda með einhverjum hætti?  Er borgarstjóri að forða fyrirtæki Gunnar Birgissonar, bæjarstjóra sjálfstæðismanna í Kópavogi, frá málshöfðun? 

[Innskot síðar: Skv. athugasemd framkv.stjóra Klæðningar er fyrirtækið ekki lengur í eigu bæjarstjórans, þar kemur þó ekki frem hver á fyrirtækið í dag.]

Nauðsynlegt er að fá fram skýringar borgarstjóra á hlut hans í þessu máli.  Eftir því verður leitað á vettvangi borgarráðs.  Ekki verður heldur annað séð en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn tali ekki öll á einum rómi í þessu máli.  Málflutningur Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, forseta borgarstjórnar og formanns skipulagsráðs, hefur verið skeleggur og hún hefur hvergi gefið eftir gagnvart þeim spjöllum sem fyrirtækið Klæðning, í umboði Kópavogsbæjar, hefur unnið í Heiðmörkinni.  Nú er eins og borgarstjóri ætli að grípa fram fyrir hendur Hönnu Birnu.  Í fljótu bragði virðist það vera afar óskynsamlegt hjá borgarstjóra.


mbl.is Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkir að fresta að leggja fram kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Árni

Undirritaður er framkvæmdarstjóri Klæðningar og hefur verið það undanfarinn 3 ár

Ekki er mér kunnugt um að þetta sé fyrirtækið hans í dag

Virðingarfyllst

Sigþór Ari Sigþórsson

Sigþór Ari Sigþórsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:51

2 identicon

Hver (hverjir) eru skráðir eigendur að Klæðningu ehf.?

Heyrt hef ég að eigandinn sé eignarhaldsfélag sem vistað er í Lúxemborg. En einhverjir hljóta að vera skráðir eigendur þess eignarhaldsfélags?

Vésteinn (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:59

3 identicon

Það er tengill á milli Gunnars Birgissonar og Vilhjálms sem sér um að redda Gunnari úr snörunni.  Hann heitir Jón Kristinn Snæhólm, er aðstoðarmaður Vilhjálms, Kópavogsbúi og á sinn pólitíska frama Gunnari að þakka og allt undir komið.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:15

4 identicon

Jón Kristinn Snæhólm er með öðrum orðum pólitískur ráðgjafi Vilhjálms borgarstjóra. Ekki sýnist mér hann hafa verið hollráður húsbónda sínum í þessu máli. 

Er nokkrar djúpar kverkar (deep throats) að finna í bílakjallaranum undir ráðhúsinu í Reykjavík og(eða) bílakjallaranum undir bæjarskrifstofunum í Kópavogi?

Mér sýnist sem mál þetta sé að þróast úr því að vera gúrkufréttadeila milli framkvæmdaglaðra verktaka og náttúruverndarsinnaðra skógræktarmanna, yfir í reyfarakennda yfirhylmingu sem teygir anga sína víða um stjórnkerfi landsins. Semsagt, eitthvað í líkingu við Votugátt.

Vésteinn (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband