22.2.2007 | 14:37
Til hamingju Hótel Saga!
Stjórn Bændasamtakanna sem eiga Hótel Sögu, hefur ákveðið að vísa frá gestum sem hingað hugðust koma á klámráðstefnu. Barátta femínista og fleiri hefur skilað árangri. Bændasamtökin eiga hrós skilið fyrir þessa djörfu ákvörðun. Hún mun áreiðanlega verða hótelinu til framdráttar.
Með þessari ákvörðun eru send skýr skilaboð út í samfélagið og út í heim. Þau skilaboð eru líklega það mikilvægasta í þessu máli. Klám, vændi og mansal eru ein grófasta birtingarmynd mannréttindabrota og við viljum einfaldlega, bæði með orðum og gerðum, lýsa vanþóknun á þeirri starfsemi. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti sl. þriðjudag samhljóða ályktun þar sem fyrirhuguð klámráðstefna var lýst óvelkomin til borgarinnar. Þingflokkarnir á Alþingi hafa í dag sent frá sér sameiginlega ályktun í sama dúr. Einhverjir munu segja að hér sé verið að "hafa vit fyrir" og jafnvel brjóta á rétti þeirra sem vilja koma hingað á þessa ráðstefnu. Sannleikurinn er hins vegar sá að við eigum hér í baráttu við klámiðnaðinn og kynbundið ofbeldi og þau mannréttindabrot sem sú starfsemi byggir á. Ákvörðun Hótel Sögu er lítill áfangasigur á langri leið sem við eigum fyrir höndum. Þeim áfangasigri ber að fagna.
Hætt við klámráðstefnu hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þakka stjórn Bændasamtakanna fyrir að taka þessa ákvörðun. Hún er landi og þjóð til sóma.
Hulda Guðmundsd (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 14:53
Mér finnst þetta einnig senda mjög skýr skilaboð út í samfélagið og út í heim. Að íslenskt þjóðfélag sé svo langt á eftir í siðferðislegri hugsun að við getum ekki tekið faglega á móti fólki sem velur ísland sem spennandi áfangastað fyrir ráðstefnu sína. Ráðstefnur sem hafa verið haldnar útum allan heim án þess að fólk fari offorsi í að bendla þetta ágæta fólk við jafn alvarlega glæpi eins og kvenkúgun, barnaklám, dópsölu og mannsal. Ég vil ekki að fólk sem augljóslega veit ekkert um hinn vestræna klámiðnað eins og hann er í dag ákveða hvað sé siðlaust og hvað sé ekki fyrir mig.
Rúnar Már (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 15:12
Vei, Jón Grétar! Fangelsum alla sem eru á móti frelsi! - En sú (klám)hundalógík!
Ég er viss um að þau atkvæði sem Árni Þór vinnur sér inn með þessari færslu vinna fullkomlega upp á móti þínu.
Greta Björg Úlfsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:08
Þetta er svartur dagur í sögu Íslands. Við höfum skipað okkur á bekk með ríkjum þar sem mannréttindi eru ekki fyrir alla. Ef einhver heldur að koma hópsins hafi verið slæm landkyning þá gerir fólk sér ekki grein fyrir því hvað við vorum að enda við að gera. Þetta er eins og málið með hommana í Færeyjum. Þar töldu menn sig vera að hefja upp siðleg gildi.
Fannar frá Rifi, 22.2.2007 kl. 18:27
Ég sem hélt að þjóðin væri svo frjálslynd og nútímaleg, greinilega margfalt íhaldssamari en ég hélt. Oft gerum við grín að öfgatrú/öfgasiðferði sem finnst í suðurríkjum Bna, en erum svo sjálf ekkert skárri. Þetta viðbjóðslega ástand virðist tengjast þeirri forsjárhyggju og bannæði sem hefur farið vaxandi seinustu árin. Það eru tugir þúsunda fasista hér á landi sem sjá ekkert að því að þröngva eigin siðferði yfir aðra,
Svo finnst mér furðulegt að engir pólitíkusar þori að taka afstöðu með ráðstefnunni (eða einfaldlega afstöðu með eðlilegu ferðafrelsi fólks). Það eru örugglega einhverjir þingmenn sem hafa leynilega gaman af klámi, hlutföllin eru allavega slík að það er mjög ólíklegt að þeir séu allir á móti því. En hræðslan við pólitíska rétthugsun er mikil, sérstaklega rétt fyrir kosningar.
Geiri (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:03
Nú hefur Síminn sjálfur dreift klámi í gegnum heimasíðu sína www.hugi.is/kynlif til lengri tíma.
Þar fá börnin okkar aðgang að klámi og öðrum viðbjóð...
Af hverju setur enginn út á það?HÞS (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:14
akkúrat Óskar.
Jóhann Steinar Guðmundsson, 23.2.2007 kl. 01:34
eru allir vinstri menn hommar?????? þola ekki klám sem við flestir karlmenn elskum að horfa á, en kannski eru vinstri menn soldið krúttlegir hommar sem þola ekki sætar stelpur taki athyglina frá þeim
haukur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 03:52
Sammála þér Árni. Með þessari afstöðu er tekin afstaða gegn klámi, og fylgifiskum þess, mansali, barnaníðingsskap og mannlegri fyrirlitningu. Vonandi mun afstaða Íslands berast til annarra sambærilegra klámfólkinu, s.s. vopnasala og eituryfjabaróna sem kynnu að hyggja á "ráðstefnuferðir" til landsins.
Björn Valur
Björn Valur (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 08:17
Hvernig er það Árni Þór, eruð þið í VG elítunni komnir með klám á heilann? Ef heldur sem horfir, farið þið bráðlega að hljóma eins og katólskir miðaldaklerkar.
Jóhannes Ragnarsson, 3.3.2007 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.