Ómerkilegheit Framsóknar

Frmhaldsflokksþing Framsóknar stóð nú um helgina.  Í setningarræðu sinni sagði formaður flokksins m.a.:

"Framsóknarmenn höfðu forgöngu um nýja löggjöf um fjármál stjórnmálaflokkanna. Hún gerbreytir öllum aðstæðum í kosningastarfi og setur skorður við umsvifum, til dæmis í auglýsingum. En nýju lögin losa lýðræðið undan ýmsum ytri áhrifum og það skiptir mestu. Ég get lýst því yfir að við erum reiðubúin til viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um miklar takmarkanir á útgjöldum og auglýsingum í kosningabaráttunni fram undan og við lýsum eftir afstöðu annarra flokka í þessu máli. "

Betur ef satt væri.  Sannleikurinn er sá að formenn stjórnmálaflokkanna hafa verið að reyna að ná samkomulagi um takmörkun á útgjöldum og auglýsingum í kosningabaráttunni framundan.  Og á hverjum hefur strandað - nema Framsóknarflokknum!  Ómerkilegri málflutning hefur maður nú sjaldan séð.  Ef ekki hefði komið til andstaða Framsóknarflokksins hefðu flokkarnir nú þegar komið sér saman um takmörkun á gegndarlausum útgjöldum í auglýsingar o.þ.h. 

Væri nú ekki ráð að fjölmiðlar spyrðu nánar um þetta atriði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er ekki nóg með að núverandi stjórnmálaflokkar á þinginu hafi sammælst um að stela 300 milljónum úr ríkissjóði til að borga auglýsingarnar heldur eru nú hafnar eru tilraunir til að reyna stinga þessu frekar í vasann! Til hvers að stela auglýsingafénu ef ekki á að nota það? Þinn flokkur, Árni, var samsekur í þessum þjófnaði flokkanna á almannafé. Þú ert því sjálfur að munda grjótið í glerhúsinu. Hvernig væri að þið skiluðuð bar ránsfengnum og slepptuð því alveg að auglýsa?

Haukur Nikulásson, 4.3.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband