Hamskipti Framsóknar

Kannski er þjóðin búin að gleyma upphafi kvótakerfisins í sjávarútvegi en þó hygg ég flestir muni tengja upphaf þess við Framsóknarflokkinn.  Enginn er líklega jafntengdur upphafi kvótakerfisins og Halldór Ásgrímsson, sem lengi var sjávarútvegsráðherra og formaður flokksins.  Nú - þegar stutt er í kosningar - koma ýmsir forystumenn flokksins fram og láta eins og það sé úrslitaatriði fyrir flokkinn að fá ákvæði um sameign þjóðarinnar á auðlindum bundið í stjórnarskrá.  Upp er runninn hamskiptatími Framsóknarflokksins.

Líklega gengur flokkurinn þó lengra nú en hann hefur áður gert og telur til að það geti verið fallið til vinsælda að afneita verkum sínum og stefnumálum.  Spunameistarar flokksins, sem síðasta sumar knésettu formann sinn, hafa líkast til lagt á ráðin um að nú skyldi snúa við blaðinu og sýna Sjálfstæðismönnum klærnar.  Vandi þeirra er þó sá helstur að klærnar Framsóknar eru vita bitlausar og úr sér gengnar en engu að síður er ólíklegt að samstarfsflokknum sé sérstaklega skemmt.

Allt bendir til að tilteknir forystumenn í Framsóknarflokknum séu nú úrkula vonar um að þeir verði áfram í ríkisstjórn og því sé nauðsynlegt að klóra í bakkann með því skilja sig frá Sjálfstæðisflokknum.  Það er þó afar ósannfærandi nú 70 dögum fyrir kosningar, eftir að hafa setið í kjöltu Sjálfstæðisflokksins í um 4300 daga - fjögurþúsund og þrjúhundruð daga!  Þessir sömu forystumenn í Framsókn velta því nú fyrir sér að Jón Sigurðsson formaður flokksins muni etv. ekki ná kjöri á þing og því muni koma að formannskosningu á nýjan leik innan skamms.  Og þá verða nokkrir kallaðir.  Líklegast verður keppnin milli Sivjar Friðleifsdóttur og Valgerðar Sverrisdóttur en Björn Ingi Hrafnsson telur sjálfan sig besta kostinn.  Fari formannskosning fram snemma á næsta kjörtímabili á hann þó tæplega raunhæfa möguleika.

En aftur að hamskiptunum.  Framsóknarflokkurinn reynir nú að villa á sér heimildir enn eina ferðina.  Hann vill að kjósendur trúi því að hann sé (og hafi þá líklega alltaf verið) á móti kvótakerfinu í sjávarútvegi og hann sé nú að berjast af öllum kröftum til að fá þjóðareignina bundna í stjórnarskrá.  Þegar málið er hins vegar rifjað upp - og það verður gert - mun sannleikurinn líka verða öllum ljós.  Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft neinn áhuga á að binda þjóðareign auðlinda í stjórnarskrána, ef svo væri hefði hann getið tryggt það með samstarfi við núverandi stjórnarandstöðuflokka.  Það tækifæri hefur hann ekki nýtt sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nei það er ekkert gleymt en vel geymt.

Einnig er það vel geymt í hugum manna, í það minnsta á mínum aldri, að það var nú einn eðalkratinn Norðdal, Seðlabankastjóri, sem var meðhöfundur að þessu skömmtunarkerfi, sem síðar breyttist, líkt og öll önnur skömmtunarkerfi, í brask-kerfi.  Á Kremlísku skömmtunarárunum voru allsæags leyfi fénýtt og það voru nú ekki venjulegir brauðstritarar, sem efnusðust á því braski.

Fátt breytist í eðli mannskepnunnar.

Svo var eitt kerfið, sem þið Sósar og Framsóknarsettið funduð upp með Gylfa Þ &co

Bjarni Kjartansson, 6.3.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Klikkaði á sendingu´.

Hér kemur rest:

VERÐTRYGGINGARKERFIÐ.  Það var sett á allt til að byrja meðen var það ekki ÓRG sem afnam vísitöluna af launum og því Launavísitala bara tölur á blaði eftir það?

Nú hafið þið auðvtað gert ykkur grein fyrir því, að þið hafi lagt af heila stétt manna,-RUKKARA, karlarnir með snjáðu leðurtöskurnar og í slitnu rykfrökkunum.  Nú er komin ný stétt í takt við Háskólavæðingu ykkar á einu og öllu, nefnilega rukkarar með Háskólapróf, lögverndaðirá glæsikerrum í Armanifötum og hanskaleðursskóm (25þúsund parið).  Innheimtukosnaðurinn hækkaði auðvitað í takt við umgjörðina, (spurning um framlegð)

Nei minn kæri, það er engu gleymt og ekki eru það bara Framsóknarmenn, sem tala þvert um fyrri stefnu.  Maður líttu þér nær.

Ekki svo að skilja, að minn ástkæri Flokkur hafi ekki fallið í þá gryfju að styðja þessi kerfi EFTIR AÐ ÞAU VORU KOMIN Á og einstaklingar innan hans fundu ,,peningalyktina" af þeim.  Því er nú verr og miður.

Ég vonast til, að það breytist og við káfum á rótum okkar sæla Sjálfstæðisflokks og endurnýjum vor heit við almennign í landinu, líkt og við höfum sögu til.

Kærar kveðjur, með virðingu fyrir þínum störfum fyrir okkur Rvíkinga innan R-listans(einn fárra horskra)

Bjarni

Miðbæjaríhald

Bjarni Kjartansson, 6.3.2007 kl. 11:40

3 Smámynd: Sigurður Svan Halldórsson

Sæll Árni og takk fyrir góðan pistil.

Það færi nú vel á því að spilltasti stjórnmálamaður Íslands, Bjorn Ingi Hrafnsson, yrði formaður spilltasta stjórnmálaflokksinsm, Framsóknar.

Frægt er orðið hvernig þeir félagar Björn og Óskar Bergsson ætluðu að fara með fé okkar borgarbúa núna í haust. Síðan var ég að lesa það af síðu Steinunnar Valdísar að verið sé að veita Eykt útboðslaus verkefni. Auðvitað!! Allir vita að Óskar Bergsson er mikið tengdur inn í Eykt og þeir studdu vel við bakið á honum í prófkjörsbaráttunni hans.

Sigurður Svan Halldórsson, 8.3.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband