16.3.2007 | 08:30
Tækifæri til breytinga
Flestir vilja að Samfylkingin og Vinstri græn myndi næstu ríkisstjórn. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent/Gallup hefur gert fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Jafnframt kemur fram að um 60% kjósenda vilja að Vinstri græn verði í næstu stjórn, álíka margir og nefna Sjálfstæðisflokkinn.
Þessar niðurstöður eru um margt áhugaverðar. Það er greinileg þreyta meðal þjóðarinnar með langa stjórnarsetu núverandi stjórnarflokka og eftirspurn eftir nýrri og kröftugri ríkisstjórn. Kjósendur sjá það helst gerast með því að Vinstri græn og Samfylkingin nái meirihluta saman. Skoðanakannanir að undanförnu benda til að slík stjórn gæti orðið að veruleika. Einkum ræður þar hin sterka staða Vinstri grænna í hverri könnuninni á fætur annarri en jafnframt er ljóst að Samfylkingin þarf að ná betur vopnum sínum ef róttæk og víðsýn velferðar- og jafnaðarstjórn á að verða að veruleika. Til þess þarf hún að sækja fylgi inn í raðir núverandi stjórnarflokka.
Í mínum huga er engum blöðum um það að fletta að samstjórn VG og Samfylkingar yrðu mikil tíðindi í íslenskum stjórnmálum og myndi valda mestum straumhvörfum. Greinilegt er að það er einnig sjónarmið flestra sem svöruðu í þessari Gallup-könnun. Nú er bara að láta hendur standa fram úr ermum næstu vikurnar og tryggja að þjóðin fái þá ríkisstjórn sem hún vill og þarf svo sárlega á að halda.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:34 | Facebook
Athugasemdir
Afskaplega held ég, að sú stjórn yrði landi og þjóð þungbær. Ef að framtíð skal byggja skal að fortíð hyggja. ÞAr hræða sporin skelfilega um Vinstri stjórnir.
Ef skoað er aftur í söguna eru bestu stjórnir landsins, samstjórnir Krata (sko alvöru Krata, sem eru í grunninn þjóðræknir og ,,borgaralegir") og Íhaldsins. Fast á eftir er stjórn Sjálfstæðisflokksins og Sósa (Nýsköpunarstjórnin)
Það hef ég alloft sagt, að það er þjóðarnauðsyn, að fá stjórn með okkur Íhaldinu og Sósana (þjóðhollra) í VG.
Ég hef af því afar góða reynslu, að þar á bæ eru til orheldnir og horskir Drengir. (hér er ekki kyngreint, þvi konur geta auðvitað verið Drengir góðir) . Þú veist auðvitað um einhver þau dæmi, sem ég er að ýja að en ég kann auðvitað ekki að færa til, því það gæti litið út sem skjall.
Nýsköpunarstjórn, sem setti sér þau markmið, að fara oní kjölinn á sumum tildragelsum við Einkavæðingu og verslun með fyrirtæki, sem hefði mátt æta, að hefðu verið í almannaeigu (Gagnkvæm félög viðskiptamanna þeirra, svo sem Samvinnufélög og þessháttar )
Því sendi ég þér kveðjur friðarins, með ósk um Nýsköpunarstjórn, landi og lýð til heilla.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 16.3.2007 kl. 12:25
Árni Þór. Fór alveg framhjá ykkur Vinstri grænum hvað svarhlutfallið í könnuninni var lágt? Þessar niðurstöður eru byggðar á 498 svörum. Það er lítil blokk í Breiðholtinu. Ef við gefum okkur að náðst hafi eðlileg dreifing svarenda í samræmi við fylgi stjórnmálaflokkanna þá er þessi 60% væntingarvísitala ykkar VG byggð á rúmlega 100 svörum. Það er nú varla marktækt?
Annars er ég sammála þér með það að samstjórn VG og Samfylkingar myndi valda mestum straumhvörfum. Því miður fyrir fólkið í landinu.
Helga Sigrún Harðardóttir, 16.3.2007 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.