15.4.2007 | 22:45
Menntamál eru kosningamál
Við vinstri græn erum þeirrar skoðunar að menntamál séu mikilvægur málaflokkur sem, ásamt öðru, verði kosið um í kosningunum 12. maí nk. Í tilefni af ályktun Stúdendaráðs Háskóla Íslands samþykkti stjórn VG eftirfarandi ályktun:
Stjórn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs fagnar þeirri kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands að menntamál verði kosningamál enda er öflug menntastefna grundvöllur fyrir samfélagslegum umbótum.
Stjórn Vinstri-grænna minnir á að mörg stefnumál SHÍ eru í samhljómi við menntastefnu Vinstri-grænna sem samþykkt var 2005. Þar er kveðið á um gjaldfrjálst nám frá leikskóla upp í háskóla, öflugri rannsóknasjóði fyrir meistara- og doktorsnema, nauðsyn þess að fjölbreytt nám sé í boði á háskólastigi, öfluga samkeppnissjóði, vel sé búið að háskólum um land allt og tekið sé tillit til sérstöðu Háskóla Íslands. Stjórn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs ítrekar einnig nauðsyn þess að endurskoða framfærslugrunn námslána og hækka grunnframfærsluna í framhaldi af því þannig að full námslán dugi til framfærslu. Þá skiptir einnig máli að gera Lánasjóð íslenskra námsmanna sveigjanlegri þannig að nemendur í hlutastarfi eigi rétt á lánum og að þeim sem eru að koma beint af vinnumarkaði sé gert kleift að framfleyta sér á námslánum. Lánasjóðurinn á að vera tæki til jöfnuðar og veita öllum tækifæri til fjölbreytts náms.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er afar ánægjulegt að sjá.
Við í Stúdentaráði vonum að sem flestir stjórnmálaflokkar fylgi ykkur og styðji þessi málefni okkar.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 04:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.