Mikil fylgisaukning VG í Suðurkjördæmi

Ný skoðanakönnun sem birt var í dag um fylgi flokka í Suðurkjördæmi bendir til þess að fylgi Vinstri grænna allt að því fjórfaldist frá síðustu kosningum.  Og jafnvel þótt um tvöföldun væri að ræða þá væri það í sjálfu sér stórsigur, enda slíkt fátítt í íslenskum stjórnmálum. 

Raunar hafa skoðanakannanir að undanförnu verið misvísandi um fylgi flokka.  Skýrist það að mati stjórnmálafræðinga einkum af mismunandi aðferðum þeirra aðila sem eru að kanna viðhorf almennings.  Þannig hefur Capacent/Gallup allt aðrar aðferðir en t.d. Fréttablaðið og Blaðið.  En það sem virðist sameiginlegt öllum könnununum er að fylgi núverandi stjórnarflokka annars vegar og annarra framboða hins vegar er ámóta mikið þegar tekið er tillit til skekkjumarka.

Í því felst að ríkisstjórnarflokkarnir munu halda áfram stjórnarsamstarfi fái þeir til þess umboð, en einnig hitt að það getur vel tekist að fella stjórnina.  Það gerist þó ekki af sjálfu sér og við sem viljum knýja fram breytta stjórnarstefnu verðum að leggja okkur mjög fram á þeim vikum sem eftir eru til kosninga.

Könnunin í Suðurkjördæmi sýnir að vísu sterka stöðu Sjálfstæðisflokksins en Framsóknarflokkurinn missir mikið fylgi.  Vinstri græn eru að bæta mjög mikið við sig en Samfylkingin tapar nokkrum prósentum.  Frjálslyndir missa líka mikið fylgi.  Íslandshreyfingin mælist varla.  Þótt margt geti gerst á þeim ríflega 3 vikum sem eftir eru til kosninga eru í öllum könnunum sterkar vísbendingar um að þjóðin vilji nýja ríkisstjórn.  Þær áherslur sem Vinstri græn hafa kynnt í umhverfismálum, velferðarmálum, efnahags- og skattamálum, atvinnu- og byggðámálum, jafnréttismálum og utanríkismálum þurfa nauðsynlega að fá rými við ríkisstjórnarborðið.  En til þess þarf að tryggja Vinstri grænum góða kosninga þann 12. maí.


mbl.is VG og Sjálfstæðiflokkur auka fylgi sitt í Suðurkjördæmi á kostnað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Er þetta ekki versta könnun VG í þessu kjördæmi í mjög langan tíma?

Eggert Hjelm Herbertsson, 17.4.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll Eggert.

Alls ekki, suðurkjördæmi er það kjördæmi þar sem fylgi VG hefur verið minnst, bæði í síðustu kosningum og í öllum könnunum.  Miðað við tæp 5% fylgi í síðustu kosningum hlýtur rúm 17% að teljast mjög gott.

Árni Þór Sigurðsson, 17.4.2007 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband